Innsýn - 01.04.1978, Blaðsíða 15

Innsýn - 01.04.1978, Blaðsíða 15
UNNUR HALLDÓRS DÓTTIR Stefna í skólamálum: 1. Gefa öllum börniom safnaðarins kost á kristi- legri menntun. 2. Mælikvarðinn sem nota á fyrir skólann okkar sé: "Andlegur vöxtur nemandans," en ekki álit utanaðkomandi fólks á skólanum. Mikill fjöldi barna gerir ekki endilega góðan skóla, að skara fram úr veraldlegum skólum er ekki viðmiðun, en andlegur þroski barn- anna í skólanum - það er viðmiðun. 3. E.G.White hefur gef- ið okkur leiðbeiningar. Stefna okkar ætti að vera að fylgja þeirri fyrirmynd sem hún gefur eins nákvæm- lega og við getum. R.Pier- 15 son segir: "Enginn hópur hefur jafn víðtæk áhrif á starf og framtíð safnaðar- ins og það fólk sem vinnur að skólamálum," og því er ég sammála. Eftirmáli greinarhöfundar: Margt hefur komið fram í þeim samtö]um sem ég hef átt við ofan nefnt fólk, sem ekki er skráð hér vegna plássleysis, en þó vil ég geta eins sem öllum bar saman um. Öllu þessu fólki þótti tímabært að hreyfa skólamálum, vegna þess hve þessi mál hafa vaxiö ört undanfarið, en stefmamörkun ekki jafn ákveðin. Það er þess vegna skoðun mín að við sem söfnuður þurfum að gera tvennt til þess að hefja skóla okkar upp í það "besta sem völ er á." En það er í fyrsta lagi: að mennta okkur sjálf í því sem Ellen G.White hefur að segja um skólahald. 1 öðru lagi: að treysta þessum leiðbeiningum hennar það mikið, að við förum eftir þeim leiðbeinungum sem hún gefur, óháð þeirri fyrir- mynd sem hefðbundin er í huga okkar og tíðkast hefur hingað til. G.K.

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.