Innsýn - 01.01.1984, Blaðsíða 5

Innsýn - 01.01.1984, Blaðsíða 5
5 meðtók milljónir dollara eingöngu fyrir kraft bænarinnar. Eitt sinn var Muller að fara yfir Atlanshafið á leið til Bristol. Þoku setti að og skipstjórinn sem síðar sagði frá þessu, stóð við stjórnvölin í þrjá daga og sigldi skipinu löturhægt. Muller kom til hans og sagði: "Skipstjóri, ég þarf að vera í Bristol á laugar- daginn." Skipstjórinn svaraði: "Það er alveg útilokað að þú komist til Bristol á laugardaginn. Getur þú ekki séð þokuna?" En Muller svaraði: "Augu mín eru ekki á þokunni heldurá lifandi Guði. Skipstjóri, villt þú koma með mér niður og biðja Guð að fjarlægja þokuna?" Skipstjórinn fylgdi Muller niður, og þeir krupu meðan Muller bað einfalda bæn eins og lítill strákur í sunnudagaskólanum gæti hafa gert. "Kæri Oesús, þú veist að ég þarf að vera í Bristol á laugardag. Viltu þess vegna taka þokuna í burtu, Amen." Skipstjórinn sem var kristinn ætlaði að fara að biðja en Muller stoppaði hann og sagði: "Ekki biðja. í fyrsta lagi sé ég að þú trúir ekki að Guð geti gert þetta. í öðru lagi, trúi ég að hann sé þegar búin að framkvæma þetta. Ef þú ferð út muntu sjá að þokan er farin. Skipstjórinn fór út. Þokan var farin og Muller var í Bristol á laugardeg- inum. Hvernig er hægt að vera svona öruggur um Guðs vilja? Hvernig gat Muller verið svona fullviss? Ein af algengustu spurningum er þessi: "Hvernig get ég fundið Guðs vilja í mínu lífi?" Við höfum útbúið alls konar "leiðir". Við köstum upp pening, drögum strá, reitum blöðin af blómum og setjum út okkar eigin gærur. Okkur hættir til að ofnota Gídeon. Þegar ég var í háskóla, voru allir guðræðinemarnir skyldugir til að fara í bóksölu eitt sumar. Mig langaði ekkert til þess að eyða þessu sumri í einhverri stórborginni. Mín ósk var að fara eitthvert langt út í buskann. Svo ég skrifaði til marga staða og fékk þrjú boð: Eitt frá Texas, eitt frá Washington fylki og eitt frá Wyoming (mig hafði líka alltaf langað til að vera kúreki). En ég vildi gera Guðs vilja, svo eitt kvöld settist ég niður og lagði áform sem myndi hjálpa Guði. Ég klippti niður fullt af

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.