Innsýn - 01.01.1984, Blaðsíða 13

Innsýn - 01.01.1984, Blaðsíða 13
13 blómin mín? sem búin eru til með höndum móður minnar. Búin til af kærleika. Búin til ykkur til gleði. Por favor, mis amigos, compra las bonitas flores." (Gerið það vinir mínir, kaupið þessi fallegul bóm.) Áður en hún lauk söngnum, hafði dálítill hópur af fólki safnast saman til að hlusta á sönginn. Fín frú með ógurlega stóran hatt kom alveg til Maríu. "Mig langar til að kaupa þetta bleika og þetta bláa og þetta hvíta blóm." Hún rétti fram peningana. "Keyptu líka þetta fjólubláa," sagði maðurinn hennar. "Þetta var fallegur söngur," sagði önnur kona. "Ég ætla að kaupa blóm til að muna eftir söngnum í allan dag." Þegar þetta fólk var farið í burtu, söng María sönginn sinn aftur. Og eftir hádegi var hún tilbúin að fara heim. "Hvar eru blómin þín?" spurði vagnstjórinn hans. "Ég seldi þau öll," sagði hún. Hún setti pesoið sitt ofan í kassan og settist. Mamma og Arturo voru heima. Þau höfðu búið til tamtales úr alveg nýju korni. "María!" sagði mamma. "Seldirðu nokkur blóm?" "Si, Mamacita, öll. Var gaman hjá ykkur Arturo?" Mjög gaman, þakka þér fyrir litla dóttir. En hvernig fórstu að því að selja öll blómin?" "Ég seldi þau með því að syngja," sagði María Mamma varð undrandi og rugluð á svipinn. Síðan faðmaði hún Maríu að sér og brosti glöð. Þetta kvöldið borðuðu María, Arturo, og mamma 3 tylftir af nýju frænkorna tamales (matur sem er soðin í korn hýði yfir gufu). • Ólrikka Sveinsdóttir þýddi. lll Þessar tvær myndir líta út fyrir að vera eins. Geturðu fundið 7 atriði sem eru öðruvísi?

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.