Innsýn - 01.01.1984, Blaðsíða 18

Innsýn - 01.01.1984, Blaðsíða 18
18 HEILSA & HOLLUSTA HHR HJTJ Hár hiti er næstum alltaf merki um sjúkleika, og þangað til á tímum nútíma- læknavísinda, var hár hiti alltaf talinn mjög skað- legur. Þegar allt kom til alls, virtist þetta rökrétt: Fólk sem hafði háan hita dó mjög oft, þess vegna var hár hiti talinn hættulegur. í dag vitum við að í sumum tilfellum getur hækkaður líkamshiti verið gagnlegur. í sumum tilfell- um er líkamshitinn jafnvel hækkaður með utanaðkomandi upphitun til að vinna bug á vissum smitsjúkdómum. Dæmi um þetta er þegar heitir bakstrar eru lagðir á einhvern líkamshluta til að hækka líkamshitann í þeim hluta líkamans. Þetta dregur blóð til staðarins sem flytur fleiri af bakteríudrepandi efnum líkamans á smitstaðinn. Eðlilegur líkamshiti leikur á milli 36 og 37,7 0(3. Hiti einstaklings breytist innan þessara marka í samræmi við athafnastig, tíma dagsins og umhverfið. Hitastig kvenna hækkar við tíðir. Hitastig barna hækkar oft lítillega þegar þau sofa, sérstaklega síðdegis. Sár, sérstaklega brunasár sem orsakast af sólinni,eldi eða sterkum efnasamböndum, geta hækkað líkamshitann. Það sama gerir mjög heitt bað, brengluð kirtlastarf- semi og mikil áreynsla á heitum degi. Smábörnum hættir til að fá hækkaðan hita þegar þau verða of þurr (dehydrated). Almennt talað er hár hiti hins vegar ekki talinn eftirsóknarverður og mjög hár hiti er hættulegur. Þar sem hitastig ein- staklings er breytilegt eftir athafnastigi, er betra að taka hitann aftur eftir klukkutíma hvíldartíma eða svo þegar einhver virðist hafa háan hita. Síðan þarf að fylgjast með hitanum á tveggja tíma fresti yfir allan daginn. Ef hitinn stígur ört og helst uppi, er nauðsynlegt að hafa augun opin fyrir öðrum einkennum. Sársauki, skinnerting, hraður púls, tíður andar- dráttur, uppköst eða

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.