Innsýn - 01.01.1984, Blaðsíða 12

Innsýn - 01.01.1984, Blaðsíða 12
12 Margs konar fólk kom á markaðinn. Sveitafólk, borgarfók og fólk sem kallast túristar og komu frá Bandaríkjunum. Margir af þesusm túristum voru fínar frúr sem voru í hvítum síðbuxum. Andlit þeirra voru annað hvort föl eða sól- brennd. Maríu fannst þær líta undarlega út. Sumar voru í skærum blómaskreyttum olússum og sumar voru með stóra Mexíkanahatta sem þær höfðu keypt á markaðinum. Túrista karlmennirnir voru líka í skrítnum fötum -líkum þeim sem konurnar voru í. Tvær svona mannverur námu staðar og skoðuðu blómin hennar Maríu. "Viljið þið kaupa falleg blóm?" sagði María vin- gjarnlega við konuna. Hún brosti. "En hve þetta er fallegt blóm!" sagði hún. "Komdu," sagði maðurinn, "þú vilt ekkert eiga svona pappírsblóm. Þú átt heilan garð af alvörublómum heima." María hafði ekki selt eitt einasta blóm og á þessari stundu fannst henni hún vera nógu svöng til að borða eitt taco úr matnum sínum. Hún sat á tröppunum fyrir utan markaðinn. Héðan gat hún bara séð fætur. Karl- mannafætur, konufætur og barnafætur. "Þetta gengur aldrei," sagði hún við sjálfa sig. Einmitt þá kom drengurþarna að þar sem fólkið var að borða hádegisverð á litlu veitingahúsi. Hann hélt á skærlituðu graskeri sem hafði rendur útskornar á annarri hliðinni. Drengur- inn byrjaði að syngja. Söngurinn hans var um lítið dýr. Til að slá taktinn nuddaði hann yfir skorurnar á graskerinu með greiðu. Hann söng svo hátt og skerandi að Maríu langaði mest til að halda fyrir eyrun. Drengurinn söng alls ekki vel. Þegar hann hætti, gekk hann um meðal fólksins með útrétta hendina og margir gáfu honum centavos. María tók dótið sitt og fór dálítið lengra. "Ég verð að selja að minnsta kosti eitt blóm, annars get ég ekki farið heim," sagði hún við sjálfa sig. Hún mundi eftir drengnum og söngnum hans. "Ef hann fékk peninga fyrir að að syngja þennan söng og ekkert annað, get ég sungið um blómin. Kannski get ég þá selt eitthvað," sagði hún við sjálfa sig. í fyrstu kom varla hljóð upp úr henni, þegar hún reyndi að syngja, en smátt og smátt fór hún að syngja með ákveðinni og fallegri röddu. "Viljið þið ekki kaupa

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.