Innsýn - 01.01.1984, Page 19

Innsýn - 01.01.1984, Page 19
19 niðurgangur geta bent til sjúkleika sem verður að greina og meðhöndla. Oafnvel þó að einu einkennin séu hár hiti, er rétt að leita læknisaðstoðar til að fá úr skorið hvað hann merkir. Efr.i þolmörk líkamans eru um ^l^c. Þegar líkamshitinn hefur náð þessu marki, þarf strax að gera ráðstafanir til að lækka hitann. Á þessu stigi er hitinn ekki lengur aðeins bakteríudrepandi , heldur getur hann leitt til lífshættulegs ástands. Northern Light, 1983 Árni Hólm þýddi. • 9 Þú ert mér nátengdari en nokkur lifandi vera. Þú hvílir í vasa mínum næst hjarta mínu. Ég læt betur að þér með vörum mínum en að nokkrum í fjölskyldu minni. Þegar ég vakna, sný ég mér til þín og fylgi þér liðlangan daginn. Ég tilbið í hofi þínu með reykelsisfórnum með reglulegu millibili. Á skrifborði mínu deyja sjaldan eldarnir á altari þínu. Ég kalla á þig til hjálpar, oftar en ég kalla á skapara minn. Ég borga meiri peninga fyrir þig en ég gef til kirkjunnar og allra líknarmála. Ég blanda nikótínilm þínum saman við slímið í hálsi, lungum og nefi mínu og blæs þessari blöndu framn í fjölskyldu mína og vini. Venjuleg öndun fer niður á við en reykur þinn svífur í loftinu svo ég neyði alla í herberginu til að anda að sér þessum kæfandi úrgangi. Ég legg líf mitt að veði fyrir þig. Með miklum reykingum tek ég áhættuna að verða sá af hverjum tíu sem fær lungnakrabba vegna þín. Ég ber á líkama mínum merki um helgun mína. Það sést á lit fingra minna og tanna og á litarhættinum. Ég sýg annan enda sígarettunnar á meðan þú reykir hinn. Það er að renna upp fyrir mér nýtt ljós - ég er þræll þínn! E.L. Murphy Þýtt úr Liberty Nóv/Des 1979 María Björk Reynisdóttir þýddir

x

Innsýn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.