Innsýn - 01.01.1984, Blaðsíða 11

Innsýn - 01.01.1984, Blaðsíða 11
0 eins og skeljar. María fór snemma á fætur á afmælisdeginum hennar mömmu. Hún hélt á pappírs- blómunum í annarri hendinni og í hinni hélt hún á peningabuddu móður sinnar og poka með hádegisverðinum sínum í. "Ekki vera leið þótt þú getir ekki selt þau öll". Mamma leit út eins og hún gæti skipt um skoðun þá og þegar um að María færi á markaðinn alein. "Skemmtu þér vel í dag, Mamacita (litla mamma). Ég er viss um að mér mun ganga vel." Strætóbílstjórinn þekkti Maríu. "Hvar er hún mamma þín?" spurði hann. "Hún á afmæli í dag. Ég ætla að selja blómin í dag svo hún geti átt góðan dag út af fyrir sig." María setti eitt peso í kassann. Þegar hún fór úr vagninum í miðborginni, bar hún blómin til markaðsins. í fyrstu fann hún til hræðslu út af öllu þessu fólki. Inni í markaðshúsinu gat hún séð langar raðir af borðum með fiski sem var til sölu. Þarna sá hún kjöt til sölu, osta, ávexti og grænmeti. Hér um bil allt sem þér getur dottið í hug var hægt að kaupa þarna á stóra markaðinum. Þarna voru líka litlir veitinga- staðir þar sem voru borð og stólar og fólkið gat sest niður og borðað baunir, Tortillas (brauð sem líkist pönnukökum) og Enchalades (tortillas með t.d. bauna, osta og tómata fyllingum) Konur báru körfur og innkaupapoka. Stundum rifust þær um verðið við sölufólkið. Áður en þær yfirgáfu markaðinn höfðu þær fyllt poka sína með ávöxtum, grænmeti og öðrum hlutum. Síðan keyptu þær heitar tortillas í tortillabakarí- inu. Menn og konur gengu um á markaðinum og bara skoðuðu. Þarna var bæði matur og ýmiss fatnaður. þarna voru hatta, skór, kjólar og buxur. "Viltu kaupa blóm?" Maria hvíslaði næstum. En enginn tók eftir henni því hún virtist svo lítil.

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.