Innsýn - 01.01.1984, Blaðsíða 6

Innsýn - 01.01.1984, Blaðsíða 6
6 litlum bréfmiðum og skrifaði "Wyoming" á einn fjórða þeirra, "Washington" á einn fjórða og "Texas" á einn fjórða. En svo til þess að vera sérstaklega hugulsamur skildi ég einn fjórða hluta miðanna eftir auða, til þess að halda öðrum möguleikum opnum fyrir Guði. Ég setti alla miðana í hatt og bað: "Drottinn, ef ég dreg sams konar miða þrisvar í röð, þá mun ég vita hvert þú villt að ég fari." Nú þið verðið a.m.k. að játa að þetta var nokkuð háþróað kerfi. Þegar ég svo dró Wyoming þrisvar í röð varð ég mjög spenntur. Ég hugsaði um stærðfræðilegar líkur þess að svona lagað gerðist og þaut síðan út, þvert yfir skólalóðina, heim til eins af Biblíukennurunum mínum, til þess að færa honum þessar gleðifréttir -hvenrig Guð hefði leiðbeint mér. en ann hellti sér yfir mig og ávítaði mig fyrir þessa barnalegu aðferð til að finna vilja Guðs, og ég fór aftur upp í herbergið niðurbrotinn. En næstu kvöld, þegar ég var að hugleiða þennan atburð, mundi ég eftir Gideon. Hann fór út í annað sinn og bað um meiri tákn. Svo ég kraup niður aftur og sgði:" Drottinn, ef þú hjálpar mér að draga aftur það sama þrisvar sinnum í röð í kvöld, mun það sanna vilja þinn, alveg eins og með Gídeon." Og ég dró Wyoming þrisvar í röð. í þetta sinn hljóp ég í hina áttina til annars Biblíu- kennara, en viðbrögð hans voru alveg eins. Til að gera langa sögu stutta; ég fór til Nebraska. Oft hef ég velt því fyrir mér hvað hefði gerst ef ég heði farið til Wyoming! Eftir margar svona reynslur var það mér mikill léttir, mörgum árum seinna, að lesa söguna um George Muller. Undir lok ævi hans spurði einhver hann hvernig hann gæti verið svo viss um hver væri vilji Guðs og hann gaf svar í sjö atriðum. Sjálfur hef ég borið þau saman við Ritninguna og við sérstaka gjöf Guðs til safnaðarins. Þar fann ég eitt atriði í viðbót og hef notað þetta ávallt síðan. Ég býð þér að rannsaka þetta og síðan að hagnýta þér það í þínu eigin lífi. 1. Hafðu ekki eigin vilja í málinu Þetta þýðir ekki að þú hafir ekki skoðun eða löngun heldur að þú sért tilbúinn að gera hvað sem Guð sýnir þér. Oesús hafði ákveðna löngun í Getsemane garðinum, en hann sagði: "Ekki sem ég vil, heldur sem

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.