Innsýn - 01.01.1984, Blaðsíða 9

Innsýn - 01.01.1984, Blaðsíða 9
Vertu alltaf hress í huga hvað sem kann að mæta þér. Lát ei sorg né böl þig buga baggi margra þungur er. Treystu því að þér á herðar þyngri byrði lögð ei er en þú hefur afl að bera orku brunnur nægir þér. Grafðu jafnan sárar sorgir sálar þinnar djúpi í. Þótt þér bregðist besta vonin brátt mun lifna önnur ný Reyndu þá að henni hlynna hún þótt svífi djarft og hátt. Segðu aldrei vonlaus vinna því von um sigur ljær þér mátt. Dæmdu vægt þinn veika bróður veraldar í öldu glaum þótt hans viljaþrek sé lamað og þó hann hrekist fyrir straum. Sálarstríð hans þú ei þekkir og þig ei veist hvað henda kann, þótt þú fastar þykist standa þú ert veikur eins og hann. Dæmdu vægt þótt vegfarandi villtur hlaupi gönu skeið þá réttu hönd sem hollur vinur og honum beindu á rétta leið. Því seinna þegar þér við fætur fléttast mótgangsélið fer mæti þér þá leiðarljósið ljós sem einhver réttir þér. Höfundur óþekktur Sent inn af Steingrími Kristjónssyni i yj

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.