Innsýn - 01.04.1984, Síða 2

Innsýn - 01.04.1984, Síða 2
2 FRÁ RITSTJÓRNINNI 1. AfflÍL Þegar þetta blað kemur í ykkar hendur er 1. apríl að öllun líkindun löngu liðinn, aðeins minningar eftir, -minningar um spennu, klókindi og blekkingar. Símhringingar, hlaup og sendiferðir að óþörfu er óaðskiljan- legt þessun degi og alltaf snýst mesta spennan um einhvern sem næstum útilokað er að láta hlaupa 1. apríl. Ég man eftir því hve oft við bræðurn- ir reyndun að láta pabba hlaupa 1.apríl, en af einhverjun ástæðun mistókst það alltaf. Á hverju ári einsettum við okkur að vera slungnari og gera betur ári síðar. Ég er viss um að þú hefur einhvern tíma reynt þetta sjálf(ur). En hefur þú nokkum tíma reynt að láta Guð hlaupa l.apríl? hheyksl- aður af hugsuninni? Bíddu aðeins og hugsaðu málið betur. Ef þú ert eitthvað líkur mér hefur þú örugglega gert slíkt. Það versta er að þegar maður fer að íhuga málið betur kemst maður að raun un að maður lætur Guð "hlaupa l.apríl" mörgum sinnum á ári, ekki bara takmarkað við einn dag eins og sanbogara okkar. En hvernig er hægt að láta Guð hlaupa l.apríl? hugsar þú sjálfsagt. Bve langt er síðan þú vaknaðir að morgni í góðu skapi, lást uppi í rúmi afslappaður og hugsaðir um Guð. Löngunin var að setjast upp og rannsaka Ritninguna og tala við Guð. Hann var kominn við hlið þér tilbúinn til viðræðna en þú lést þessar hugsanir nægja sem morgunbæn og fórst til vinnu eða skóla og skildir Guð eftir hryggan? Eða, hefur þú nokkurn tíma verið komin upp 'í rtm, búin að slökkva ljósið þegar þú mundir allt í einu eftir Guði. Gú þú ættir nú að kveikja ljósið. Lesa Ritninguna og tala við Guð. En í staðinn léstu þér nægja að fara með eitt eða tvö ritingarvers utanbókar áður en þú lognaðist út af á meðan Guð felldi tár. 3ú, það er hægt að láta Guð "hlaupa 1. apríl" en það er ekki neinn saklaus leikur. Hér er un líf og dauða að tefla. Taktu Guð alvarlega, settu hann númer eitt í lífi þínu og láttu hann ekki hlaupa oftar til einskis. ___________________________________________________________ INNSÝN: Kristilegt blað fyrir ungt fólk. Útgcfendur: Sjóunda dags aðventistar á Islandi, Pósthólf 262, Reykjavfk. Ritstjórn: Þröstur B. Steinþórsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður; Ami Hólm, Jóhann Ellert Jóhannsson. Hönnun: Jeanette A. SnorTason. Áskriftargjald: Innanlands 1983 er kr. 150,00. Skoðanir og túlkanir sem birtast f lesendadálkum blaðsins, aðsendum greinum eða viðtölum eru ekki endilega skoðanir ritstjómarinnar eða útgefenda. Með aprílkveðju, Þröstur Birkir

x

Innsýn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.