Innsýn - 01.04.1984, Blaðsíða 17

Innsýn - 01.04.1984, Blaðsíða 17
engin þörf á því að auglýsa mistök þín. Margir (e.t.v allir) munu aldrei vita að þú gerðir einhverja vitleysu nema þú farir að blaðra því. Sparaðu þér ómakið. Hvað gerist ef þú dettur í tröpunum á ísilagðri gangstéttinni eða um þínar eigin fætur? Það fyrsta sem þú gerir er að líta í kringum þig og athuga hvort nokkur hafi séð þig detta, ekki satt? Áhorfendur valda aðeins meiri vandamálum. Þegar þér verður á slæm mistök, ekki neita því, en auglýstu það ekki heldur. ANNAÐ ÞREP: TAKTU AFLEIÐ- INGUNUM Sýndu þroska - taktu mótlætinu. Ungur háskóla- nemi opnaði gler-útihurðina á skautahöll með snöggu sparki í handfangið karatestíl. Þegar eigandinn sá þetta kom hann hlaupandi út á eftir honum og hellti sér yfir hann. Allt sem strákurinn gat gert var að standa þarna og taka við skömmunum, jafnvel þó eigandinn ofgerði þetta. Hann hafði jú sparkað í hurðina, og eigandinn var nýbúinn að skipta um hurð vegna skemmda. Afsökun var viðeigandi þó erfið væri. Taktu afleiðingunum. Ekki kenna öðrum um né eyða æsku þinni í biturleika. Ekki reiðast lögreglunni fyrir að setja þig í fangelsi, ef þú brýtur lögin, né skóla- stjóranum fyrir að setja þig í straff. Úr því þú gast ekki staðið þig án þess að klúðra, skaltu standa þig með því að taka afleiðing- unum með jafnaðargeði. Á hinn bóginn skalt þú ekki skapa þér kringumstæð- ur. Þetta er þýðingarmikið. Ekki hegna sjálfum þér með því að neita sjálfum þér um fyrirgefningu eða með því að meðtaka ekki fyrirgefningu Guðs. Með því að velta þér upp úr samviskubiti gerir þú lífið aðeins erfiðara. Ekkert er ófyrirgefan- legt. "Hvernig sem fortíð þín kann að hafa verið. Hversu aumt sem núverandi ástand þitt kann að vera, þá mun hinn meðaumkunarsami frelsari koma á móti þér; þú kemur til hans með allan þinn veikleika, vanmátt og vandræði, og hann vefur þig kærleiksörmum sínum og klæðir í réttlætisskikkju sína. Hann færir þig fram fyrir föðurinn, íklæddann hinum hvítu klæðum síns eigin lundernis. Hann talar þínu máli við Guð, segjandi: "Ég hef tekið stöðu syndar- ans. Líttu ekki á þetta afvegaleidda barn, en líttu á mig." (Frá ræðustóli náttúrunnar bls. 19).

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.