Innsýn - 01.04.1984, Blaðsíða 11

Innsýn - 01.04.1984, Blaðsíða 11
keyrðu lengi, lengi, fram hjá þjóðveginum og í útjaðar borgarinnar. Þau námu staðar fyrir framan mjög langa byggingu. Benni heyrði hunda gelta hinum megin við háa vegginn sem var umhverf- is hana. Það var eins og hundruð hunda geltu allir í einu. Benni gat varla beðið eftir því að komast innfyrir og sjá þá alla. Kona á bak við afgreiðsl- uborð brosti til þeirra og sýndi þeim leiðina í hinar byggingarnar. Nú varð geltið miklu hærra. Benni hélt fast í hendi föður síns. Hann var orðinn dálítið hræddur. Og þarna voru þeir, alveg eins og Benni hafði ímyndað sér -mörg hundruð hundar! Þeir voru í stórum búrum. Þarna voru stórir hundar og litlir hundar. Þarna voru brúnir hundar, hvítir, svartir og sumir alla vega litir. Sumir höfðu langt, lubbalegt hár, og sumir voru snögghærðir. Þeir komu hlaupandi að girðingunni og geltu og stóðu með lappirnar á girðingunni. "Hvaðan koma þeir allir?" spurði Benni. Honum fannst pabbi halda of fast í hendina á sér. "Þetta eru hundar sem eiga hvergi heima. Það má vel segja að þetta sé heimili fyrir munaðarlaus dýr", sagði hann. Nú kom til þeirra maður nokkur. Hann var í hvítum fötum, og Benni vissi að hann hlaut að vera sá sem leit eftir hundunum. "Ef litla drengnum langar til að skoða hvolpana, þá skal ég sýna ykkur þá," sagði maðurinn. "Þakka þér fyrir", sagði pabbi hans Benna. Þeir fóru á eftir manninum og hann fór með þá í lítið hús. Þar inni voru lítil búr, hvert ofan á öðru. Inni í þeim voru litlir hvolpar, og nokkrir kettlingar, sem horfðu á þá með döprum augum. Benni gat ekki séð dýrin í búrunum sem voru ofan á. "Ég skal lyfta þér", sagði pabbi. Hann lyfti

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.