Innsýn - 01.04.1984, Blaðsíða 14

Innsýn - 01.04.1984, Blaðsíða 14
að koma mér í gegnum þetta próf, en gætir þú ekki framkvæmt einhvers konar kraftaverk til að hjálpa mér í gegn?" Þessi einlæga bæn mín fyllti mig brátt hugrekki. Ég skálmaði með djörfung inn í matsalinn. Guð myndi hjálpa mér að ná. Yrði hann ekki að gera það? Hafði ég ekki beðið einlæglega? Ég fiktaði eitthvað þangað til prófið var lagt fyrir framan mig. Spenna greip huga minn og líkama. Guli blýanturinn minn sveiflaðist órólega í hendi mér þegar ég las spurning- arnar gaumgæfilega. Eftir vissan tima uppgötvaði ég að ég las þær of gaumgæfilega - ég átti aðeins fimm mínútur eftir af próftímanum. Ég fyllti í flýti inn í eyðurnar sem eftir voru. Þegar ég í lok prófsins leit lauslega yfir svörin sem ég hafði valið, gerði ég mér grein fyrir að flest svörin voru afleiðing af hinni alkunnu aðferð -ágiskun. Þrátt fyrir þetta yfirgaf ég matsalinn með þá fullvissu að Guð hefði leyft mér að giska á réttu svörin. Margar vikur liðu án þess að nokkuð heyrðist um niðurstöður af prófinu. Þetta hvarf alveg úr huga mér. En einn morguninn kom tilkynning um að nemendur efsta bekkjar ættu að koma á skólastjóraskrifstofuna og sækja niðurstöðurnar úr prófinu. Hjartað í mér hljóp yfir nokkur slög. Ég gekk hægt í áttina að skólastjóraskrifstofunni. Dyrnar voru opnar og nokkrir nemendanna stóðu í kringum borðið hennar. Ég ákvað að standa fyrir utan til að byrja með og kanna viðbrögð bekkjarsystkina minna. Sumir voru óánægðir. Aðrir virtust ánægðir og það kom greinilega fram. Það voru þeir sem vildu fá að vita hvað allir hinir fengu. Loksins fór ég inn á skrifstofuna. Þegar mér varð litið á andlit skóla- stjórans sá ég að ég haðfi valdið henni vonbrigðum. Ég reyndi að vera róleg þegar ég gekk að borðinu. "Ertu með mína einkunn?" spurði ég með svolitlum skjálfta í röddinni. "Ó, Alva, þér gekk ekki vel," svaraði hún, mér þykir þetta leitt." Ég reyndi að greina einkunnina, en ég gat ekki sannfært tárin um að halda sig þar sem þau áttu heima. Vinir mínir horfðu allir á. Niðurlægingarkend hertók hverja taug í líkama mínum. í fyrstu ásakaði ég Guð. Ég hafði ekki náð af því að hann vildi ekki að ég

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.