Innsýn - 01.04.1984, Blaðsíða 13
HAPPASÆL MISTOK
BZf 1
□ 2
3
0^5
□ 6
[v^7
Það var ekki eins og ég
hefði ekki haft tíma til að
undirbúa mig. Tíminn var
ekki það sem mig skorti.
Fyrir fjórum mánuðum hafði
okkur öllum verið sagt hvaða
undirbúning við þyrftum. Mig
hafði einfaldlega vantað
almenna dómgreind.
Dagurinn kom. Ekki ein
einasta sál fagnaði honum.
Lokaprófið var hafið og
engin leið að komast hjá
því. Fleiri mánuðir höfðu
liðið án þess að ég hefði
látið í ljós minnstu
áhyggjur út af þessu komandi
prófi. Ég hafði sanfært
sjálfa mig um að það væri
ekkert sem ég gæti gert til
að búa mig undir þetta próf.
Það var ekki fyrr en daginn
sem prófið kom, að ég gerði
mér grein fyrir fávísi
minni. En þá var það
auðvitað orðið of seint.
Þegar ég gekk yfir
háskólalóðina stuttum,
hikandi skrefum í áttina að
matsal skólans þar sem
prófið átti að fara fram,
ákvað ég að reyna að biðja.
"Kæri Guð," grátbað ég,
"ég hef ekki gert mikið til