Innsýn - 01.04.1984, Blaðsíða 19
19
geta meðhöndlað mistök þín
farsællega.
F3ÓRÐA ÞEP: LÆRA OG ÞROSKAST
Notaðu mistök þín sem
tækifæri til þess að læra og
þroskast. Iðulega kemur
okkar besti lærdómur ekki
sársaukalaust. Spurðu
sjálfan þig hvort gjörðir
þínar hafi náð tilætluðum
árangri. Ef ekki, hvers
vegna? Hvað gætir þú gert
næst sem væri viturlegra og
framkvæmanlegra? Hvernig
getur þú betur náð takmarki
þínu? Leggðu nákvæm áform.
Þó að þessi þrep hjálpi í
flestum tilfellum væri það
óraunhæft að neita því að
sum mistök hafa ævarandi
afleiðingar. Sumar ákvarð-
anir er ekki hægt að
leiðrétta, né breyta - eins
og t.d. kærulaust val á
maka, þungun, dauði eða að
hætta við eitthvað. Stundum
bjargar Guð okkur á yfir-
náttúrulegan hátt frá
afleiðingunum. Ef ekki,
hjálpar hann okkur ávallt
til þess að bera þær, ef við
aðeins viljum þiggja hjálp
hans.
Við getum verið viss um
það að ef við helgum okkur
vilja Guðs mun hann alltaf
leiða okkur að bestu
hugsanlegu endalokunum,
vegna þess að hann er
kærleiksríkur faðir.
Einu getum við ekki
mótmælt: Ef við viljum
komast hjá miklum vandræðum
ættum við að rannsaka
Biblíuna og fylgja leiðbein-
ingum hennar. Við höfum
ekki efni á því að vanrækja
bæn og traust á handleiðslu
Guðs.
"Þeir sem rannsaka
Biblíuna, ráðfæra sig við
Guð og treysta Kristi munu
ávallt geta hagað sér
viturlega undir öllum
kringumstæðum." (5T 43)
Þetta hljómar vel,en er
ekki auðvelt. Við verðum
að horfast í augu við stað-
reyndir, öðru hvoru verður
okkur á - við erum mannleg.
Svo lengi sem við lifum
munum við gera einhver
mistök. Og Guð mun halda
áfram að fyrirgefa okkur.
Hér kemur svo ein uppáhalds
tilvitnun mín:
"Þeir sem Kristur hefur
fyrirgefið mest munu elska
hann mest. Þetta eru þeir
sem munu standa næst hásæti
hans á hinum efsta degi."
(MH 182) •
Insight 13. september 1983
Þröstur B.Steinþórsson þýddi