Innsýn - 01.04.1984, Blaðsíða 15

Innsýn - 01.04.1984, Blaðsíða 15
stæðist prófið. Ég hafði grátbeðið hann fyri prófið. Ég bað hann um að hjálpa mér eins og hann hafði lofað að gera, og hann hafði brugðist mér. Margir dagar liðu án bæna. Svo var það að einn vina minna nefndi við mig að Satan væri að ná góðum tökum á mér. í lokuðu herbergi mínu talaði ég við Guð. "Faðir," bað eg, "hvar varst þú þegar ég þarfnaðist þín? Hvers vegna leyfðirðu mér ekki að komast í gegn?" Smám saman liðu minning- arnar um liðna atburði gegnum huga minn; það sem gerðist fyrir prófið -dagarnir sem ég ráfaði um og eyddi í ekki neitt; klukkustundirnar sem ég eyddi hér og þar; mínúturnar sem ég eyddi í stefnulaust rabb í símanum. Mér varð ljóst af hverju mér hafði mistekist. Ef ég hefði notað þá almennu dómgreind sem Guð hafði gefið mér hefði ég staðist prófið. Aðeins með því að leggja mikið á sig er hægt að ná góðum árangri. Ég stóðst næsta próf. • Insight, september 1983 Árni Hólm þýddi ALLT GETUR GERST Hvíldardagsmorgunn einn kom söfnuðurinn saman við straumharða á til að vera viðstaddur skírnarathöfn. Sá sem framkvæmdi skírnina, frekar lítill (herra)maður, gerði sér grein fyrir, að til þess að þeir sem hann myndi skíra myndu leggjast á móti straumnum (svo að fötin væru siðleg) yrði hann að standa í dýpra vatni en þeir og snúa að árbakkanum. Eftir hvern einstakling sem hann skírði tók hann óafvitandi eitt skref aftur á bak út í dökkan álinn. Að lokum kom að síðasta einstaklingnum sem átti að skíra, stórri konu. Þegar hann hafði lokið við bænina og var að skorða sig vel af til undirbúnings fyrir átökin framundan, lenti hann allt í einu í djúpum hyl. Bæði hurfu samstundis! Safnaðarfólkið tók andköf og beið eftir að sjá þau birtast aftur. Þegar þau komu upp svolítið neðar í ánni, ætlaði allt um koll að keyra af hlátri, því þar flaut konan og presturinn ríghélt í hana dauðahaldi! Það tók töluverðan tíma að koma á kyrrð á ný og ljúka við skírnarathöfnina. • Úr Insight, sept. 1983

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.