Innsýn - 01.04.1984, Blaðsíða 10

Innsýn - 01.04.1984, Blaðsíða 10
10 OPNAN OKKAR IIVOLPIJK HANIKA BIÍNXA Það var gaman í afmælis- veislunni. En Benni sat bara með gjafirnar sínar hjá sér og horfði á þær. Hamma settist hjá honum. "Af hverju ertu svona hnugginn? Fékkstu ekki allt sem þig* langaði í?" Benni reyndi að vera glaður. Honum þótti ógurlega vænt um mömmu sína. "3ú, ég fékk allt sem mig langaði í. Nema - kannski - hvolp. En það er ekki það." "Hvað er þá að? Af hverju ertu svona hryggur? Mamma horfði í augu Benna. Hann varð að segja henni það. Því þetta var ekkert leyndarmál í f jölskyldunni . Mamma og pabbi, og jafnvel afi, hafði sagt honum það. En þegar annar drengur sagði það - þá gengdi öðru máli. "Georg sagði að ég væri tökubarn!" Nú varð mamma leið á svipinn. "Þú vissir það. Sagði Georg að það væri slæmt?" Benni lagði höfuðið í kjöltu mömmu. "Hann sagði bara: "Þú ert ekki í alvöru sonur mömmu þinnar"." Mamma sat hljóð um stund. Síðan sagði hún: "í kvöld skulum við spyrja pabba hvort þú sért ekki orðinn nógu gamall til að fá hvolp." Þegar þau spurðu hann, sagði pabbi: "3ú,þú ert orðinn nógu gamall til þess. En ef við gefum þér hvolp, þá verður þú að elska hann og annast hann vel." "Clá, það skal ég gera!" lofaði Benni. "Á morgun þegar ég kem heim úr vinnunni, skulum við fara og velja þann sem þig langar í. Ég veit hvert við förum." Pabbi deplaði augunum til Benna. Næsta dag fóru þau öll í bílnum hans pabba. Þau

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.