Innsýn - 01.04.1984, Blaðsíða 8

Innsýn - 01.04.1984, Blaðsíða 8
8 Þá verða þau góð." Hr. Brown hafði fengið mig til að kenna sjálfri mér lexíu með mínum eigin hundi, og Mike kom orðum að lexíunni. Næsta hvíldar- dagskvöld kom ég aftur. Við náðum góðum árangri. í stað þess að vera ærsla- fegnin urðu öll börnin róleg og móttækileg. Eftir lexíuna vitnaði hr. Brown um Oesú, taldi upp allt það sem hann var þakklátur fyrir og hvað Oesús hefði fyrir hann gert. Við frú Brown vitnuðum líka. Þá spurði hr. Brown börnin hvort þau langaði til að þakka Oesú eða segja hvað hann hefði gert fyrir þau. Uppástungu hans var svarað með steinhljóði. Þá sagði hinn yngsti í bræðra- hópnum: "Ég er glaður af því að Mike er hættur að skamma mig og lætur hina krakkana ekki hrekkja mig." Eftir það losnaði um málbeinið hjá fleirum. Önnur indverska stúlkan sagði: "Ég er þakklát af því að mamma er ekki lengur veik. Hún fer að vinna aftur á mánudaginn." Annar tvíburanna sagði: "Ég er glaður af því að pabbi eyddi ekki aurunum í bjór. Hann keytpi okkur öllum nýjar buxur og gott í matinn." Mike sagði: "Ég er glaður af því að Oesús elskar krakka eins og okkur." Hr. Brown brosti, tók upp öskju með kertum og sagði: "Hver sem vill að líf hans skíni fyrir Oesú komi og kveiki á kerti." Mike fór fyrstur. Andlit hans ljómaði þegar hann veifaði kerti sínu og kallaði til elsta bróður síns: "Komdu, Buzz. Komdu bara. Þú veist þig langar til þess." Buzz seig lengra niður í stól sinn. Mike sagði aftur: "Svona, komdu Buzz. í gærkvöldi sagðirðu að þig langaði til þess." Buzz silaðist að, tók kerti sitt og stóð við hliðina á Mike. Þeir brostu hvor við öðrum og það skein áður óþekktur kærleikur af andlitum þeirra. Þetta var áhrifamikil athöfn, en Satan laumaðist inn í hug minn með efasemd- ir. Mundi þessi breyting verða varanleg? Ég ýtti hugsuninni frá mér og áður en ég fór heim faðmaði ég að mér þau börn sem ég gat, og klappaði hinum á bakið. Hvíldardags- skólinn minn hafði fært mér hamingju. Næsta föstudag tilkynnti hr. Brown mér: "Við höfum engann hvíldardagsskóla í kvöld. Ég býst ekki við að margir mundu koma."

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.