Innsýn - 01.04.1984, Blaðsíða 5

Innsýn - 01.04.1984, Blaðsíða 5
5 rykugum moldarveginum. Hvers vegna hafði ég fallist á að koma hingað? Biblíuskóladeild á hverju föstudagskvöldi, það yrði ábyggilega leiðinleg. Eg hafði heyrt að Brownhjónin gætu ekki fengið aðstoð vegna þess hve börnin væru hávær og uppvöðslusöm. Af hverju var ég að skipta mér af þessu? Ég leit á kjólinn minn og vonaði að hann væri við hæfi. Frú Brown hafði sagt að stúlkunum þætti gaman þegar hún væri vel klædd, svo ég hafði farið í þann bláa. Auðvelt var að finna stóru bygginguna með timbur- pallinum sem klambrað hafi verið við hana. Þegar ég gekk þar inn urðu fyrir mér járnfellistólar, lítið borð og hrjúfir veggir. Ég geri eins gott úr þessu og hægt er, hugsaði ég. Ég þurfti ekki annað að gera en setjast hjá börnunum og segja þeim sögu til að hafa ofan af fyrir þeim. "Senniiega vilja Brownhjónin hafa hemil á mér" , sagði ég í hálfkæringi við sjálfa mig. Ég var nítján ára og átti til að vera svolítið uppreisnargjörn. Það var farið að rökkva og þar sem ég sá engin börn, spurði ég: "Koma mörg?" Herra Brown brosti. "3á, oftast nær. Ef ekki, þá eru hjá okkur nógu mörg börn í hvíldardagsskóla." Ellefu ára gömul dóttir hjónanna, þrír yngri bræður og tvær stúlkur úr næsta húsi komu inn. Þau lögðu söngbækur sínar á stólana og litu út um dyrnar til að gá hvort önnur kæmu. Tveir drengir, tvíburar um tólf ára að aldri, stóðu við dyrnar og reyktu sígarett- ur. Yngir systir þeirra kom inn ein. Eftir fyrsta sönginn komu tvær indverskar stúlkur og settust feimnislega. Þær voru með skínandi andlit og í hreinum léreftskjólum. Þær virtust hafa gaman af að syngja. Flokkur sjö bræðra á aldrinum frá um 5-11 ára tróðust inn um dyrnar og settust með miklum gaura- gangi. Einn þeirra hrópaði: "Verið þið stilltir!" Herra Brown bað tvíburana að koma inn. Þeir komu sér ólundarlega fyrir í síðustu stólaröðinni og gáfu drengjunum fyrir framan sig olnbogaskot í laumi á meðan þeir voru að setjast. Eftir inngangsbæn leit ég yfir þennan litla hóp. Ég taldi tólf úr búðunum. Ég var ánægð með sjálfri mér: Þetta er starf í þágu Guðs, og ég er hér. Þá smeygðu aðrar hugsanir sér að: Það

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.