Búskapur hins opinbera 1980-1991 - 01.05.1993, Blaðsíða 12
tilfærslur ársins. Að lokum er svo fjárstreymisreikningar, sem sýna kröfu- og
hlutafjárbreytingu hins opinbera og lána- og sjóðshreyfmgar þess á hverju ári.
Ritið skiptist í átta hluta, auk töfluhluta. í öðrum hluta er vikið að afkomustærðum
hins opinbera, í þriðja hluta umsvifum þess og í fjórða hluta tekjum þess. Þá er í
fimmta hluta Qallað um útgjöld hins opinbera og þá sérstaklega vikið að fræðslu-,
heilbrigðis- og félagsútgjöldum. í sjötta og sjöunda hluta er að finna umíjöllun um
skuldir og lánastarfsemi hins opinbera og um vinnuaflsnotkun þess. Að síðustu er í
áttunda hluta gerður stuttur alþjóðasamanburður.
Töfluhluti ritsins skiptist í níu flokka. Fyrst eru yfirlitstöflur, en síðan sundurliðanir
á tekjum og gjöldum, s.s. á samneyslu, framleiðslustyrkjum, Qármunamyndun o.fl.
Síðast í töfluhlutanum er alþjóðlegur samanburður.
Heimildir um búskap hins opinbera eru að mestu leyti unnar upp úr reikningum
ríkissjóðs, sveitarfélaga og Tryggingastofnunar ríkisins. Reikningar ríkissjóðs hafa
nær eingöngu verið unnir upp úr A-hluta ríkisreiknings, sem nær yfir skatttekjur og
ráðstöfun þeirra. I B-hluta eru hins vegar færð fyrirtæki ríkisins, ýmsar lánastofnanir
o.fl.
Úrvinnsla úr reikningum sveitarfélaganna hefur fyrst og fremst miðast við hina
eiginlegu bæjarsjóðareikninga, en þar eru færðar skatttekjur og ráðstöfun þeirra. Efni
fyrir hreppana hefur verið unnið upp úr reikningum helstu hreppa, nokkuð breytilegt
eftir árum. Þessi úrvinnsla er síðan notuð til viðmiðunar við áætlun fyrir aðra hreppa
og sýslufélög. Þá liggur fyrir uppgjör Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, en Jöfnunarsjóður er
hér færður sem hluti af búskap sveitarfélaganna.
Hin allra síðustu ár hefur úrvinnsla Þjóðhagsstofnunar tekið í ríkara mæli mið af
uppgjöri Hagstofu Islands á sveitarsjóðareikningum, sem nú kemur út með reglu-
bundnu millibili. Þá hefur stofnunin einnig stuðst við árbækur Sambands íslenskra
sveitarfélaga um íjármál sveitarfélag.
Yfirlitin um almannatryggingakerfíð hafa verið unnin upp úr reikningum
Tryggingastofnunar ríkisins, þ.e. reikningum sjúkratrygginga, lífeyristrygginga, slysa-
trygginga og atvinnuleysistrygginga, en reikningar þessir hafa verið birtir í
Félagsmálum, tímariti Tryggingastofnunar ríkisins.
Frekari lýsingu á reikningagerðinni, umfram það sem fram kemur í þessu riti, er að
frnna í "Búskap hins opinbera 1980-1984" og "Búskap hins opinbera 1980-1989" sem
fjalla um sama efni.
2. Afkoma hins opinbera.
Ýmsir mælikvarðar eru notaðir til þess að mæla afkomu hins opinbera. Algengastir
þeirra eru rekstrarjöfhuður, tekjuafgangur/halli og hrein lánsfjárþörf. Samhengi þeirra
má sýna með efitirfarandi yfirliti:
Rekstrarjöfhuður eða hreinn spamaður mælir mismun rekstrartekna og rekstrar-
gjalda, og gefur til kynna hversu mikið hið opinbera hefúr afgangs úr rekstri til
fastaíjárútgjalda og kröfú- og hlutafjáraukningar.
10