Búskapur hins opinbera 1980-1991 - 01.05.1993, Blaðsíða 22
árunum. Árið 1991 var hlutdeild atvinnumála komin niður í um fimmtung útgjalda
hins opinbera. Samgöngumálin vega þar þyngst, en þau hafa verið um tíundi hluti
opinberra útgjalda. Þá vega landbúnaðarmálin einnig þungt. Að síðustu eru þabönnur
mál, sem eru um 121/2% af heildarútgjöldum að meðaltali. Vægi þeirra hefur aukist
verulega yfír tímabilið, en þau voru árið 1980 um 10% útgjaldanna en afitur um 15%
árið 1991. Vaxtaútgjöldin vega þar langþyngst.
Hér á efitir verður gerð nánari grein fyrir þremur stærstu viðfangsefnum hins
opinbera, þ.e. heilbrigðismálum, fræðslumálum og að síðustu almannatryggingum og
velferðarmálum.
5.1 Fræðslumál.
í eftirfarandi töflu er að finna yfírlit um fræðsluútgjöld hins opinbera á árabilinu
1980-1992, og einnig ýmsar áhugaverðar upplýsingar, eins og hvemig þau skiptast
milli samneyslu, tekjutilfærslna, fjárfestingar og Qármagnstilfærslna, og hvert hlutfall
þeirra er af heildarútgjöldum hins opinbera og af landsframleiðslu.
Tafla 5.1 Fræðsluútgjöld hins opinbera 1980-1992.
Fræðslu- útgjöld M.kr. Innbyrðis hlutdeild, % Sam- Til- Fjár- neysla færslur festing Fræðslu- útgj.% af heildarútgj. Fræðslu- útgjöld % af VLF Fræðsluútgj. á mann staðvirt
1980 699 80,5 7,4 12,1 13,9 4,46 100,0
1981 1.075 80,7 7,6 11,7 13,3 4,38 102,9
1982 1.796 78,5 7,3 14,1 13,7 4,68 109,4
1983 2.993 77,0 11,5 11,5 12,6 4,52 108,6
1984 3.678 76,2 10,8 13,0 13,0 4,17 108,9
1985 5.684 73,9 16,2 9,9 13,7 4,74 123,7
1986 7.426 77,4 14,9 7,7 12,7 4,67 126,4
1987 9.729 82,3 9,1 8,6 14,0 4,68 128,7
1988 13.357 77,0 12,1 10,8 13,9 5,22 140,4
1989 15.764 77,4 12,2 10,5 12,8 5,11 141,4
1990 17.542 77,6 12,5 9,9 13,0 4,95 140,5
1991 19.945 76,7 12,3 11,0 13,3 5,19 145,9
1992 brt. 20.651 77,0 11,1 11,9 13,8 5,40 144,1
Eins og lesa má úr töflunni er langstærsti hluti fræðsluútgjalda hins opinbera
samneysluútgjöld, eða að meðaltali 78% á þessu tímabili. Tilfærslur, sem eru að mestu
til Lánasjóðs íslenskra námsmanna, vega einnig þungt í fræðsluútgjöldum, eða
rúmlega 11% að meðaltali á tímabilinu. Opinber fræðsluútgjöld mældust 5,4% af
vergri landsframleiðslu árið 1992, en það hlutfall hefur vaxið nokkuð yfir tímabilið7.
Af heildarútgjöldum hins opinbera fara 13-14% til fræðslumála, og hefur sú hlutdeild
haldist nokkuð stöðug. Að síðustu má lesa úr töflunni að opinber fræðsluútgjöld hafa
aukist að magni til um 44% á mann á tímabilinu.
7 Sjá töflu 7.1 í töfluviðauka en hún sýnir heildarffæðsluútgjöld, en þar eru ffæðsluútgjöld
heimilanna reiknuð með.
20