Búskapur hins opinbera 1980-1991 - 01.05.1993, Blaðsíða 29
meiri nú síðari árin. Einnig má lesa úr töflunni að kröfu- og hlutafjárútgjöld hins
opinbera, þ.e. lánveitingar, eiginljárframlög og útgjöld á viðskiptareikningum (nettó),
hafa verið veruleg á þessu tímabili. Utgjöldin voru þó mun umfangsmeiri í byrjun
tímabilsins en í lok þess.
Á mynd 6.1 kemur fram að vergar skuldir hins opinbera hafa aukist verulega á
síðustu árum. í lok árs 1992 voru þær ríflega 172 milljarðar króna samkvæmt
bráðabirgðatölum eða rúmlega 45% af landsframleiðslu. Fimm árum áður mældust
þær rúmlega 30% af landsframleiðslu. Lífeyrissjóðsskuldbindingar hins opinbera eru
ekki færðar skuldamegin hér, en hjá A-hluta ríkissjóðs einum námu þær
skuldbindingar um 55 milljörðum króna í árslok 1991. Þá kemur fram á myndinni að
útistandandi kröfur hins opinbera hafa minnkað jafnt og þétt síðan 1982 er þær námu
ríflega 25% af landsframleiðslu. í árslok 1992 voru þær um 13% af landsframleiðslu.
Nettóskuldir hins opinbera hafa því margfaldast frá því í byrjun níunda áratugarins,
eða aukist úr um 7% af landsframleiðslu árið 1980 í ríflega 32% árið 1992, og sem
hlutfall af tekjum úr um 21% árið 1980 í um 90% af tekjum árið 1992.
En opinber lánastarfsemi takmarkast ekki aðeins við hið opinbera, þ.e. ríkissjóð og
sveitarfélög, því ýmis fyrirtæki og sjóðir þess eru þátttakendur í umfangsmikilli
lánastarfsemi. Þá eru nokkrir atvinnuvegasjóðir eða fjárfestingarlánasjóðir á ábyrgð
eða í eigu hins opinbera, en skuldir og kröfur þeirra nema tugum milljarða króna. Að
síðustu má nefna að Landsbanki Islands og Búnaðarbanki Islands eru í eigu opinberra
aðila.
Hrein lánsfjárþörf opinberra aðila í heild, þ.e. hins opinbera og fyrirtækja og sjóða
þess, hefur verið mun meiri en lánsfjárþörf hins opinbera í merkingunni hér og
samkvæmt skilgreiningu þjóðhagsreikninga. Á árinu 1992 var lánsljárþörf opinberra
aðila um 29V2 milljarður króna eða sem svarar til 7,7% af landsframleiðslu, eins og sjá
má í eftirfarandi töflu.
27