Búskapur hins opinbera 1980-1991 - 01.05.1993, Blaðsíða 26
Samkvæmt þessum upplýsingum hefur hlutur ársverka í heilbrigðismálum saman-
borið við heildaríjölda ársverka heldur aukist frekar en hitt á þessu tímabili. Sama er
að segja um hlutdeild heilbrigðismála í launagreiðslum á þessu tímabili.
í mynd 5.6 koma fram upplýsingar um heildarútgjöld til heilbrigðismála hér á landi á
árunum 1980-1992 mælt sem hlutfall af landsframleiðslu. Einnig eru sýnd
heilbrigðisútgjöld á mann á föstu verði8. Þar sést að á árinu 1988 náði hlutdeild
heilbrigðiskostnaðar af landsframleiðslu hámarki er hún nam um 8,5% af VLF og
hefur síðan staðið í stað eða lækkað. Á árinu 1992 nam hún 8,4% af VLF. Á föstu
verði á mann náði heilbrigðiskostnaðurinn einnig hámarki árið 1988 en hefur síðan
lækkað smátt og smátt. Á árinu 1992 var hann um 7% lægri en á árinu 1988.
5.3 Almannatryggingar og velferðarmál.
Undir þennan málaflokk almannatryggingar9 og velferðarmál falla annars vegar
ýmis konar tekjutilfærslur til einstaklinga og samtaka vegna elli, örorku, veikinda,
tekjumissis, fæðinga, atvinnuleysis o.fl., og hins vegar ýmiss konar velferðarþjónusta
einkum við böm, aldraða og fatlaða. Umsjón með tekjutilfærslum er að mestu í
höndum almannatrygginga. Velferðarþjónusta við böm og aldraða er hins vegar að
mestu á vegum sveitarfélaga og velferðarþjónusta við fatlaða á vegum ríkisins.
í töflu 5.6 er að finna yfirlit yfir útgjöld hins opinbera til almannatrygginga og
velferðarmála á árunum 1980-1992. Þar má lesa að um 18% af útgjöldum hins
opinbera fara til þessa málaflokks á árinu 1992, en það hlutfall hefur hækkað nokkuð
frá byrjun níunda áratugarins. Mælt sem hlutfall af landsframleiðslu hefur hlutfallið
hækkað úr rúmlega 4,8% árið 1980 í rúmlega 7% árið 1992. Að magni til hefur
velferðarþjónustan aukist um 62% á mann á þessu tólf ára tímabili. Tæplega þrír
fjórðu hlutar þessara útgjalda eru tekjutilfærslur til heimilanna. Um 23% eru
samneysluútgjöld í ýmsu formi og afgangurinn er Ijárfestingarútgjöld.
8 Sjá einnig töflu 7.4 í töfluviðauka. Heilbrigðiskostnaður alls er staðvirtur með verðvísitölu
landsframleiðslunnar. Sjá einnig neðanmálsgrein 3 á blaðsíðu 15.
9 Hugtakið "almannatryggingar", eins og það er notað hér, er mun þrengra hugtak en í hinni venjulegu
merkingu. Hér nær það einungis til beinna tekjutilfærslna til einstaklinga og samtaka, en ekki til
þeirrar margvíslegu þjónustu sem hið opinbera veitir og sem fellur undir almannatryggingakerfið, eins
og niðurgreiðslur á lyfjakostnaði og greiðslur á ýmis konar sjúkraþjónustu.
24