Búskapur hins opinbera 1980-1991 - 01.05.1993, Blaðsíða 18
Síðustu þrjú árin hafa heildartekjur og heildarútgjöld hins opinbera staðið í stað eða
dregist saman mælt á þennan mælikvarða eins og sjá má á mynd 3.4.
Mynd 3.4 Fjármál hins opinbera 1980-1992.
% Magnvísitala á mann %
150
140
130
120
110
100
90
4. Tekjur hins opinbera.
í þessum hluta verður gefíð yfírlit yfír tekjur hins opinbera á árunum 1980 til 1992,
en á þessu tímabili hafa orðið umtalsverðar breytingar á tekjuöflunarkerfí þess. Má þar
nefna staðgreiðslu tekjuskatts einstaklinga sem hófst í ársbyrjun 1988, breikkun sölu-
skattsstofnsins og fækkun undanþága, og nú allra síðast upptöku virðisaukaskatts í
stað söluskatts í ársbyrjun 1990. Þá hafa orðið margar umfangsminni breytingar, svo
sem á bifreiðasköttum, eignasköttum, lántökusköttum og vörugjöldum, svo eitthvað sé
nefnt.
Eins og fram kemur á mynd 4.14 var hlutfall heildartekna af vergri landsframleiðslu
tiltölulega stöðugt fyrstu fímm ár þessa tímabils, eða á bilinu 33-34% af
landsframleiðslu. Síðan lækkar það nokkuð á árunum 1985-1987 og varð rúmlega
32%. Á árinu 1988 urðu hins vegar umtalsverðar breytingar á tekjuöflunarkerfínu eins
og áður segir, og varð hlutfall heildartekna af landsframleiðslu 35% á því ári. Það
hlutfall hefur síðan haldist nokkuð stöðugt en hækkaði þó nokkuð á árinu 1992 vegna
samdráttar í landsframleiðslu. Tekjur hins opinbera eru að mestu leyti skatttekjur, eða
um 92% þeirra að meðaltali á árunum 1980 til 1992. Vaxtatekjur standa íyrir mestum
hluta af því sem á vantar. Ef skatttekjur eru skoðaðar nánar kemur í ljós, að óbeinir
skattar eru rúmlega 71% af heildarsköttum að meðaltali á þessum árum. Með tilkomu
staðgreiðslu tekjuskatts hefur hlutfallið lækkað allnokkuð, og eru óbeinir skattar nú
um 63% af heildarsköttum og munu lækka enn á árinu 1993 vegna niðurfellingar
aðstöðugjalds og hækkunar tekjuskatts einstaklinga.
4 Sjá einnig töflu 3.2 í töfluviðauka.
16