Búskapur hins opinbera 1980-1991 - 01.05.1993, Blaðsíða 31
8. Alþjóðasamanburður.
í þessum hluta verður stuttlega Qallað um afkoma og umsvif hins opinbera á íslandi
og í öðrum OECD-ríkjum. Tekjuafkoma segir til um hversu vel tekjur hins opinbera
nægja fyrir rekstrar- og fjárfestingarútgjöldum þess. Sé um tekjuhalla að ræða þarfnast
hið opinbera flármagns (nettó) frá öðrum aðilum hagkerfísins. Á mynd 8.111 má lesa
að tekjuafkoma OECD-ríkjanna hefur versnað verulega síðustu árin. Á árinu 1992
mældist tekjuhalli þeirra 3,8% af landsframleiðslu að meðaltali, en aðeins 1% þremur
árum áður. I Evrópulöndunum mældist tekjuhallinn enn meiri eða í kringum 5,4% að
meðaltali á árinu 1992 en 2,2% þremur árum áður. Hér á landi var tekjuhallinn 2,7%
árið 1992. Athyglisverð er þróun tekjuafkomunnar á Norðurlöndum, en hún var
jákvæð um 2% af landsframleiðslu árið 1987 en mældist hins vegar neikvæð um 5%
að meðaltali árið 1992. Þar munar mestu um versnandi afkomu hins opinbera í Svíþjóð
og Finnlandi. Japan var eina OECD-ríkið sem skilaði tekjuafgangi á árinu 1992.
Mynd 8.1 Tekjuafkoma hins opinbera, % af VLF.
% %
"*■----Svíþjóð
-------- Norðurlönd
-------OECD
-o-----Japan
------- ísland
“• Bandaríkin
1987 1988 1989 1990 1991 1992
Umsvif hins opinbera í OECD-ríkjunum hafa aukist verulega síðustu áratugina. Á
mynd 8.212 má meðal annars lesa að heildarútgjöld hins opinbera í þessum löndum
mældust að meðaltali um 44% af landsframleiðslu á árinu 1990 en rétt rúmlega 28%
þremur áratugum fyrr. Hér á landi jukust heildarútgjöldin úr um 26% af lands-
framleiðslu í 38% á sama tíma og á öðrum Norðurlöndum úr 28% af landsframleiðslu í
um 54%. Þar er því um næstum tvöföldun útgjalda að ræða á þessu þriggja áratuga
tímabili mælt á þennan hátt. í Bandaríkjunum voru umsvif hins opinbera hvað jöfnust
yfír tímabilið.
Svipaða sögu má segja um þróun heildartekna10 hins opinbera í þessum löndum. Á
íslandi mældust heildartekjumar 34% af landsframleiðslu árið 1990, á öðrum
Norðurlöndum rúmlega 54% og í OECD-ríkjunum í heild rúmlega 41% að meðaltali,
en þremur áratugum fyrr mældust þær um 28% af landsframleiðslu.
11 Sjá einnig töflu 9.1 í töfluviðauka.
12 Sjá einnig töflu 9.2 í töfluviðauka.
29