Búskapur hins opinbera 1980-1991 - 01.05.1993, Blaðsíða 25
Opinberum útgjöldum í heilbrigðismálum má skipta niður eftir helstu viðfangs-
efhum, eins og gert er í eftirfarandi mynd, þ.e. í almenna sjúkrahúsaþjónustu, öldrun
og endurhæfingu, heilsugæslu, lyf og aðra heilbrigðisþjónustu. Þar kemur ffam að á
árinu 1992 er rúmlega helmingur opinberra heilbrigðisútgjalda í formi almennrar
sjúkrahúsaþjónustu, og hefúr sú hlutdeild lækkað úr rúmlega þremur fimmtu hlutum í
byrjun níunda áratugarins. Hlutdeild öldrunar- og endurhæfingarþjónustu hefúr hins
vegar vaxið úr um 9% af heildinni árið 1980 í um 15% árið 1992. Sömuleiðis hefúr
lyfjakostnaður vaxið, eða úr 9% í 12%, og heilsugæslukostnaður úr um 15% í 17%. í
töflu 7.7 í töfluviðauka er að finna fleiri upplýsingar um heilbrigðiskostnað. Þar má
meðal annars lesa að útgjöld hins opinbera til heilbrigðismála hafa aukist úr 67 þúsund
krónum (verðlag 1991) á mann árið 1980 í um 103 þúsund krónur árið 1992. Allra
síðustu árin hefúr aukning kostnaðar hins vegar verið lítil og kostnaður jafhvel dregist
saman. Kostnaður vegna almennra sjúkrahúsa er rúmlega 53 þúsund krónur á mann
árið 1992, vegna heilsugæslu ríflega 17 þúsund, vegna öldrunar- og endurhæfmgar
rúmlega 15 þúsund og vegna lyfja og hjálpartækja rúmlega 12 þúsund krónur á mann.
Mynd5.5 Heilbrigðisútgjöld hins opinbera 1980-1992.
21
18
15
12
9
6
3
0
II Sjúkralijs (v.skali)
- ÖWranogendurti.
— Hálsugeesla
-Lyf
• Annar kostnaöur
Umfang heilbrigðisþjónustunnar hér á landi er einnig hægt að meta með því að bera
fjölda ársverka í þeirri þjónustu saman við heildarfjölda ársverka á landinu öllu, eða
með því að bera saman launagreiðslur í heilbrigðisþjónustu og heildarlaunagreiðslur í
landinu. í efitirfarandi töflu er að finna þennan samanburð fyrir tímabilið 1981-1990,
og er í því sambandi stuðst við atvinnuvegaskýrslur Þjóðhagsstofhunar.
Tafla 5.5 Ársverk og launagreiðslur ( heilbrigðisþjónustu 1980-1990.
1981 1983 1985 1987 1989 1990
Ársverk i heilbrigðisþjónustu 6.769 7.239 7.319 8.113 8.282 8.413
- þ.a. opinber þjónusta 6.038 6.402 6.368 6.971 7.063 7.162
- þ.a. einkaþjónusta 731 837 951 1.142 1.219 1.251
% af heildarijölda ársverka 6,1 6,3 6,1 6,2 6,6 6,7
Launagreiðslur í heilbrigðisþjónustu 743 1.964 3.539 7.104 10.105 11.623
- þ.a. opinber þjónusta, m.kr. 638 1.688 2.992 5.833 8.476 9.685
- þ.a. einkaþjónusta, m.kr. 105 276 547 1.271 1.629 1.938
% af heildarlaunagreiðslum 6,2 6,6 6,2 6,4 6,7 6,8
23