Búskapur hins opinbera 1980-1991 - 01.05.1993, Blaðsíða 19
% 40 30 Mynd 4.1 Tekjur hins opinbera 1980-1992, sem hlutfall af landsframleiðslu % 40 30
Heildartekjur ' * '* , » * *
Óbeinir skattar
20 20
10 Beinir skattar 10
Eignatekjur
0 0
1980 1982 1984 1986 1988 1990 1992
Skatttekjum er yfirleitt skipt í annars vegar beina skatta, sem leggjast fyrst og fremst
á tekjur og eignir, og hins vegar óbeina skatta, sem leggjast á vöru og þjónustu. í
alþjóðasamanburði eru skattar þó ofit flokkaðir frekar eftir tegund, eins og fram kemur
á mynd 4.25. Þar sést að tekjuskattar eru rúmlega einn fjórði hluti af skatttekjum hins
opinbera í lok tímabilsins, en í byrjun þess var hlutdeild þeirra ríflega einn fímmti hluti
skattteknanna að meðaltali. Hlutdeild þeirra hefur því aukist all nokkuð, en
einstaklingar greiða nálægt 90% tekjuskattanna. Hlutdeild eignarskatta hefur einnig
vaxið á þessu tímabili, eða úr því að vera 6,2% árið 1980 í 8,8% árið 1991.
Mynd 4.2 Skatttekjur hins opinbera 1980-1992.
% Innbyrðis hlutdeild
1980 1982 1984 1986 1988 1990
□ Tekjuskattar
I Eignarskattar
□ Tryggingagjöld o.fl.
13 Vöru og þjónustuskattar
Hlutfall vöru- og þjónustuskatta af heildarsköttum var tiltölulega stöðugt fram til
ársins 1988, eða um 61-62%. Á árinu 1988 lækkaði hins vegar hlutfallið í rúmlega
57% í kjölfar þeirra miklu skattkerfísbreytinga sem tóku gildi í byrjun þess árs. Og enn
má merkja lækkun árið 1990 er hlutfallið fer niður í 531/2%. Virðisaukaskatturinn
(söluskatturinn) er langstærsti vöru- og þjónustuskatturinn, eða ríflega þrír fímmtu
hlutar þeirra skatta árið 1991. Hlutur hans hefur aukist allnokkuð á tímabilinu því í
5 Sjá einnig töflu 3.3 í töfluviðauka.
2
17