Nýtt S.O.S. - 01.02.1957, Blaðsíða 7
Nýtt S. O. S. 7
„Þökk-----óska þess sama!“ kaliar Ehrt-
rnann skipstjóri, er stendnr út við brúar-
vænginn.
Hann ætlaði að segja eitthvað meira,
en stormhviða lokaði munni hans og
hafði nær rifið af honum húfuna. Hann
veifar til þeirra á Dörthe Oldendorff, sem
heldur nú með aukinni ferð út í myrka
nóttina.
Þá gefur Ehrtmann skipstjóri háfnsögu-
manninum merki, að hann skuli nú fara
með skipið út úr flóðgáttinni.
„Vélina hæga ferð áfram! Stýri tíu á
bakborða!“
Þá hefur Irena Oldendorff einnig för
sína, þessa örlagaríku för, sem hún átti
ekki afturkvæmt úr.
Skipið fer hægt gegnum hliðið á Emd-
enarflóðgáttinni. Hafnargarðarnir eru
brátt að baki, hafnarljósin einnig, nóttin
tekur við, biksvört og ógnvekjandi.
Ýlfrandi stormurinn tekur á móti skip-
inu. Hann er reiður þessu litla fleyi, er
ræðst til fangbragða við hann.
— Bíddu bara! öskra stormhviðurnar,
komdu bara fyrst út á hafið, þá skulum
við sýna þér í tvo heimana!
En sjómaðurinn lætur ekki hræða sig
með svo einföldum hætti. Oft hefur storm-
urinn ógnað lífi sjómannsins og það ekki
sjaldan á þessum vetri, og tala skipanna,
er hafa orðið honum að bráð, er orðin
(ihugnanlega há.
Allur heimurinn talar einmitt nú um
bandaríska flutningaskipið Flying Enter-
price (6711 brúttó tonn), sem hefur rekið
um Norðuratlantshafið síðan um jól fyrir
þungum stormi. Farmurinn, sem er að
mestu hrájárn, hefur kastazt til í lestun-
um og valdið miklum skemmdum. Stýris-
umbúnaðurinn er h'ka gereyðilagður.
Skipið hrekst sem rekald undan storm-
inum, stjórnlaust rekur þetta stóra flutn-
ingaskip, sem þar aðauki er með nokkra
farþega innanborðs.
Nærstödd skip, sem sjálf verða að berj-
ast gegn storminum, koma skjótt til hjálp-
ar. Meðal þeirra er bandaríska flutninga-
skipið General A. W. Greeley, með fjölda
hermanna innanborð, flutningaskipið
Golden Eagle og ameríska skipið South-
land.
Á ’sama tíma og Irena Oldendorff legg-
ur út á æstar öldur Norðursjávarins, er
áhöfnin á Southland að hefja sitt hættu-
lega björgunarstarf við Flying Enterprice.
Þessá daga og nætur milli jóla og ný-
árs skeður einn hinna stórfenglegu, drama-
tísku atburða, sem ávallt öðru hvoru eru
að ske á sæ.
Og ekki sá síðasti.
Hafið hefur enn valið nýja fórn. Sú
fórn skal heimt áður en ártalið 1951 hverf-
ur úr almanakinu.
Skipið; sem fyrir valinu varð, er Irena
Oldendorff.
Enn er það á valdi Ehrtmanns skip-
stjcira að forðast hættuna. Hann þarf að-
eins að skipa svo fyrir, að snúið skuli til
baka. = •
En honum flýgur ekkert slíkt í hug.
Hann hefur enga ástæðu til neins ótta. Á
leiðinni um Vestur-Ems er stormaldan
að vísu orðin allhá og vindurinn virðíst
fara vaxandi. En oft hefur hann lent í
svipuðum veðrum áður án þess að það
gerði skipi hans tjón. Hafnsögumaðurinn
reynir heldur ekkert til þess, að draga úr
honum lengur. Ehrtmann telur heldur
enga ástæðu til að snúa við til Borkum
og bíða þar betra veðurs.
Illviðrið getur haldizt svo dögum skipt-
ir á þessum tíma árs. En tíminn er dýr-
mætnr. Hver klukkustund, er skipið ligg-