Nýtt S.O.S. - 01.02.1957, Blaðsíða 9

Nýtt S.O.S. - 01.02.1957, Blaðsíða 9
Nýtt S. O. S. 9 er kallað á Irenu Oldendorf. Flutningaskipið svarar. Spurt er, Iivort hafnsögumaðurinn geti \erið kyrr um borð. Glienke les morsskeytið. Hann er langt frá hrifinn af því að fara með þessu mjög hlaðna skipi út á Norður-Eystrasaltið. En hann á engra kosta völ. Hann getur ekki krafizt þess, að félagar hans leggi sig í lífs- hættu við að sækja hann út í Irenu Old- endorff. „Hafnsögumaðurinn fer með okkur til Brunsbúttelkoog,“ blika Ijósmerkin sem svar til ,,Borkum“. Þaðan kemur merki um, að svarið hafi verið skilið. Þá er slökkt á morslampanum. Þar með er rofið síðasta sambandið, er Irena Old- endorff hafði við umheiminn. Skuggi flutningaskipsins hverfur brátt í myrkur næturinnar. Hvítu ljósi aftur- lyftingarinnar bregður bara fyrir enn öðru hverju. Stormurinn æðir og hafið ttmhverfist. Hafnsöguskipið heggur ákaflega úti fyr- ir ströndinni. Vaktmennirnir verða að halda sér af öllum kröftum. En skipið verður að vera á sínum stað. Ef skip ætla að taka höfn í Emden, njóta þau aðstoðar hafnsöguskipsins. Ekki sízt ef veður er illt. Það verður að vera á verði, meðan þess er nokkur kostur. Veðurstofan spáir líka minnkandi hvassviðri. Klukkan er tíu mínútur yfir fjögur um morguninn, er menn á „Borkum“ sáu sigl- ingaljós Irenu Oldendorff í síðasta sinn. Flutningaskipið hlýtur þá að hafa verið koniið að næsta siglingardufli. Þá hverfur skipið úr augsýn vaktmann- anna. Og það sást aldrei síðan. í hafsins djúp. Það eru engir eftirlifandi til að segja írá atburðunum, engin vitni. Enginn kann að segja frá því, er kom fyrir Irenu Olden- dorff eftir að hún fór fram hjá hafnsögu- skipinu ,,Borkum“. Allir skipverjar, 22 að tölu, eru þagnaðir að eilífu. Sá fyrsti, er veitir jiví athygli, að enn hefur válegur atburður gerzt á hafinu, er strandvörðurinn á eynni Borkum. Klukkan 10 að morgni hins 91. des- ember 1951, gengur hann meðfram strönd- inni á eynni, en þessháttar eftirlitsferðir eru skyldustarf hans. Eftir stormasamar nætur og daga kastar sjórinn allrahanda srpeki upp í fjörurnar. Tré, körfur, flöskur, kassar, tómar dósir, segldúkstætlur. kokoshnetur, appelsínur, dauðir f'iskar, tunnur og eiginlega allt sem nöfnum tjáir að nefna, rekur upp á strendurnar eftir að brotsjóir hafa skolað þessu dóti fyrir borð. Reki er eign jress skips, er hann kemur frá. Strandverðir verða því að safna sam- an öllu, sem eitthvað verðgildi hefur, líka rekatré ef þau eru lengri en metri, geyma það og tilkynna strandfógeta. Þenna gamlársdagsmorgun er strönd Borkumeyjar þakin allskonar drasli, er brimrótið hefur borið að landi. Maður- inn gengur hægt meðfram sjónum, lítur lauslega á þennan eða hinn hlutinn, og heldur áfram göngu sinni sé hluturinn verðlaus. Allt í einu veitir hann því athygli, að í nokkurri fjarlægð marar eitthvað í sjó- skorpunni, en hann getur ekki þá þegar séð, hvað þetta muni vera. En svo fer maðurinn að hlaupa. Hann beygir sig niður yfir fundi sínum og þreif-

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.