Nýtt S.O.S. - 01.02.1957, Side 12

Nýtt S.O.S. - 01.02.1957, Side 12
Nýtt S. O. S. 1 2 gengið áfram, án þess að huga frekar að bátnum, er þeir hafa talið, að liéfði lokið sínu hlutverki. Auðvitað hafa þeir verið rennvotir og kaldir í þessu svalki um há- vetur, og einasta hugsun þeirra verið, að fá húsaskjól og þurr föt. í einni svipan er hin ímyndaða strönd á enda. Sjór og aftur sjór. Fyrst þá hefur þeim verið ljós sú ægilega staðreynd, að þeir voru staddir á sandgrýnningum. Á meðan hefur bátinn rekið burt. Hann flaut einhversstaðar úti í náttmyrkrinu og ógerlegt að ná honum. Þá varð skipbrotsmönnnnum það fyrst fyrir, að freista að vaða til eyjarinnar 1 von um, að grunnt væri þarna ög'ströndin ekki langt undan. Ljósin í Borkum hafa orðið þeim villu- Ijós og örlagavaldur. Þau tældu ii'í‘""ina yfir um. Svo hafa þeir, hugrakkir en örvilnaðir, lialdið út í vaðlana. Brátt var dýpra en þeir héldu. Þeir urðu að grípa til sundsins. Vonin um að fá aftur fast land undir fót, varð þess valdandi, að þeir lögðu til atlögu við höfuðskepnuna, börðust fyrir lífintt, en biðu ósigur. Skelfilegar hljóta næstu mínútur að lrafa verið. Vissulega hafa þeir hrópað á hjálp, en enginn heyrt köll þeirra jressa storm- nótt. Sumúm Jreirra .hefur tekizt, að komast alveg upp að ströndinni. Þeir hafa neylt ítrustu krafta til að brjótast gegnum brim garðinn. En hér var kraftur brimsoganna þeim ofurefli, enda kraftur þeitra sjálfra þverrandi af kulda og vosi. Einn af öðr um hafa Jreir orðið að gefast upp, þar sem fyrirheitna landið beið þeirra í fárra faðma fjarlægð. Á Jrennan hátt hafa ömurleg mistök kostað fjórtán vaska sjómenn lífið. Þeir liafa allir látizt nokkrunt mínút- um yfir kl. átta um morguninn. Þá hafa úrin, er Jreir báru, stöðvazt, nær öll sam- tímis. Hefðu Jieir aðeins beðið eina klukku- stund! Þá var orðið nægilega bjart til þess, að læir liefðu sézt úti á sandgrynningun- um. Þá hefðu Jjeir allir haldið lífi. Fjórtán fjölskyldur munu fá harma- fregnir þennan gamlársdag. Yfirvöldin í Borkum verða að gegna þeiri dapurlegu skyldu, að senda þær fréttir og valda með því djúpri hryggð á Jæssum síðasta degi ársins. En hvar eru hinir af áliöfn Irenu Old- endorff, sem að öllum líkindum er nú sokkin? Eða rekur skipið kannske stjórn- laust með Jressa menn innanborðs? Á meðan hinir látnu eru bornir burtu, eru loftskeyti send úr í ljósvakann. Skorað etf á öll skip, er kunna að vera í nánd við slysstaðinn, að líta eftir skipi á reki eða skipbrotsmönnum. En sú viðleitni ber engan árangur. Irena Oldendorff er horf- in og ekkert finnst rekið úr skipinu. Og ekkert spyrst til hinna skipverjanna níu. Irena Oldendorff, nýtízku flutningaskip frá Oldendorff útgerðarfélaginu í Lúbeck, aðeins tæpra tveggja ára gamalt, er hórfið. Hennar er leitað frá skipum, frísnesku eyj- unum og við mynni Saxelfar, en án minnsta árangurs. Enginn veit, hver örlög Jiess hafa orðið. En smám saftian verður sá grunur að vissu. að skipið liggi á botni Norðursjávar. Ekki líður á löngu unz Jtað verður að

x

Nýtt S.O.S.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.