Nýtt S.O.S. - 01.02.1957, Blaðsíða 14

Nýtt S.O.S. - 01.02.1957, Blaðsíða 14
i4 Nýtt S. O. S. Leitartækin staðfesta það, er menn liafði grunað. Á þessum stað, á 19 faðma dýpi, liggur skipsflak á hafsbotni. Til fiekara öryggis er larið oft yfir staðinn með bergmálsdýptarmæli. Og allt ber að sama brunni. F.n hvort skipið er Irena Old.endorff, er ekki vitað enn sem komið er. Til þess að sannprófa það, verður kaf- ari sendur niður næsta dag. Kafarinn fer niður og gengur umhvrfis skipið á hafsbotninum. Það er vöruflutn- ingaskip af nýjustu gerð og liggur á botn- inum á stjórnborðssíðu. Kringum skipið eru miklar dyngjur af koksi, sem hefur runnið af þilfarinu og úr lestaropunum. Á kinnung skipsins stendur skýrum stöfum nafnið: Irena Oldendorff. Kafarinn beinir sterkum ljóskastara að botni skipsins og bakborðssíðu. En liann finnur ekkert er bendi til, að, leki hafi komið að skipinu eða aðrar skemmdir. Hvergi er að sjá neitt gat, er hlyti að hafa kontið, hefði skipið siglt á tundurdufl. Hinsvegar . getur hann ekki kannað hvernig stjórnborðssíðan lítur út. Hann verður nú að fara upp voii bráð- ar, því verznandi veður neyðir hann til að hætta rannsóknum sínunt um sinn. . Vegna storma, er liéldust um tveggja vikna skeið, var ekki unnt að framkvæma frekari rannsókn á flakinu fyrr en 25. janúar. Fyrst og fremst skyldi ganga úr skugga um, hver væri orsök slyssins. Hið opin- bera gerði sér einkum far um að fá úr því skorið, hvort skipið hefði far.izt á tund- urdufli eða ekki, því ef skipið hefði siglt á dufl, yrði að leita enn betur að tundur- duflum á þessari fjölförnu siglingaleið, en svæðið átti sem sé að vera vandlega hreinsað. Kafarinn vann nú langtímum saman við flakið til jtess að reyna að finna einhver rnerki urn tundurduflssprengingu. Hann leggur líf sitt í hættu er hann klifrar upp koksdyngjurnar, er nokkúr hluti flaksins liggur í. Hann leitar vandlega að olíuleka, jwí ef skip ferst á tundurdufli, þá skemm- ast nær undantekningárlaust 'smurnings- o golíuleiðslur. Þá leitar olían upp á yfir- börðið fleiri daga eftir að skipið sekkur. En ekkert bendir til, að þetta skip hafi lent á.tundurdufli. Sú verður fyrsta nið- urstaða rannsóknarinnar. Þá léttir þuitgu fargi af sjódómsmönn- tim. Nú hefur björgunarfélagið í Hamborg starf sitt. Það ætlar að freista jress að ná upp flak- inu af Irenu Oldendorff. Dráttarbáturinn Seefalke fer á vettvang og sendir kafara sinn niður á hafsbotn. Hann á að ganga úr skug'ga um, hvort unnt sé að lyfta flakinu upp á yfirborðið. Þessi kafari vinnúr

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.