Nýtt S.O.S. - 01.02.1957, Síða 16
i(i Nýtt S. (). S.
ur fundizt á flakinu nein merki þess, að
árekstur liafi átt sér stað.
Ekki varð annað séð, en Irena Olden-
dorl' hafi verið fullkomlega sjófser og allt
í bezta lagi um borð til hins síðasta. Samt
sem áður sökk luin. Og hún hefur sokkið
með mjög skjótum hætti. Hvernig verður
það skýrt, að ekki eitt einasta S O S kall
var sent út og ekkert neyðarmerki sást.
Að vísu hafði Elbe-Weser Radio heyrt
tvö S O S köll kl. 03,28 hinn 31. desember,
en á þeim kom engin skýring, og ekki
var vitað hvaðan köllin komu né livar
skipið, er sendi, hafði verið statt.
En það má teljast útilokað, að Irena
Oldendorff hafi sent út þetta neyðarkall,
því þá var hún einmitt þvert út af hafn-
söguskipinu „Borkum" og stóð þá í
merkjasambandi við það skip.
Skipverjar á „Borkum" hefðu og hlot-
ið að sjá neyðarblys á Irenu Oldendorff,
hefði þeim verið skotið á þeini tíma eða
síðar, jafnvel eftir að siglingaljós |>ess voru
komin úr augsýn. Veðrið var að vi'su mjög
illt, en skyggni ekki slæmt.
Má því álykta með fullri vissu, að eng-
in neyðarmerki hafi verið send frá Irenu
Oldendorff.
En hvers vegna ekki?
Við þeirri spurningu er aðeins eitt svar:
Til þess hefur ekkert ráðrúm gefizt.
Er þá augljóst, að skipið helur sokkið
á nokkrum mínútum.
Eri er hugsanlegt, að nýtt skip, byggt
úr bezta efni og fullkomið að allri gerð,
hvolfi og sökkvi?
Sérfræðingarnir svara þeirri spurningu
neitandi.
Staðreyndin talar svo öðru triáli.
Sérfræðingarnir hafa raunar rétt fyrir
sér að því leyti, að slíkt skip gliðnar ekki
í sundur allt í einu og hverfur þessvegna
í hafið.
Raunar gæti hugsazt, að öflugur brot-
sjór hefði orkað slíku, en við byggingu
skipa er gert ráð fýrir, að þau þoli þunga
brotsjói. Orsökin getur því ekki verið
þessi. Væri svo, ætti hvert það skip, er
lenti í stormi, að sæta þeim válegu afdrif-
um. En þessa ömurlegu nótt var þó ekki
neitt afspyrnuveður. Átta vindstig á þess-
um tíma árs er svo sem ekkert óvenjulegt.
Skip af þessari gerð átti meira að segja
að geta þolað fellibyl án teljandi skaða.
Irena Oldendorff var enginn strandsigl-
ingabátur, heldur skip með miklu burð-
arþoli, sambærilegt við hvert það skip, er
siglir daglega um Norðursjó og Atlants-
haf.
I‘að mun falla í hlut sjódómsins að
skýra orsök slyssins, að svo miklu leyti
sem það verður gert. Málið skyldi taka
til síðustu umræðu í sjóréttinum 4. júní
1952-
Málið fyrir sjórétti.
Það var löngu vitað, að sjórétturinn í
Bremerhaven mundi gera allt, sem í hans
valdi stæði, til þess að grafast fyrir orsök
þess, að Irena Oldendorff fórst með allri
áhöfn. Ekki einungis til þess að komast
að niðurstöðu um, hver bæri ábyrgðina á
slysinu, heldur einnig til að sannprófa, ef
unnt væri, hvort ágallar í byggingu skips-
ins ættu þátt í afdrifum þess, hleðsla skips-
ins eða annar útbúnaður og draga nauð-
synlega lærdóma af niðurstöðunni.
í umræðum málsins, er standa klukku-
stundum saman, eru öll atriði krufin til
mergjar eins og frekast er kostur. F.n mjög