Nýtt S.O.S. - 01.02.1957, Page 22

Nýtt S.O.S. - 01.02.1957, Page 22
Hinzta íerð „Lusitaniucc 1 Mildur, þokudrungaður morgun hins 7. maí 1915 rann upp yíir írland. Frá Water- ford við St. George’s sundið við mynni írska hafsins og allar götur að hinum ein- stæða Fastnet kletti við suðvestur odda ír- lands hvíldi ljósgrá þokusjæða yfir hafflet- inum. Við suðurströnd írlands voru flestir fiskibátarnir bundnir við bryggjur. Mávar með breiðum, svartbryddum vængjum görguðu, er þeir svifu út úr þokunni og stungu sér í sjóinn í leit að síldarseiði. hessi dagur var líkur öllum öðrum á sjón- um — saltmettaður, rakur, og virtist aldrei ætla að taka enda. F.n samt var þessi dagur ólíkur iiest- um öðrum dögum í augum unga kafbáts- foringjans kringluleita og rauðbirkna. Waltlier Schwieger, höfuðsforingi á U-20, lagði fyrir viku síðan úr höfn í Emden og var nú staddur ofansjávar 15 mílum fyr- ir sunnan hinn fræga Old Head of Kin- sale. Schwieger hafði fundið góð „mið“ á þessum fisksælu slóðum, aðeins 20 mílum fyrir vestan Queenstown. Á síðustu tveim sólarhi ingum hafði hann sökkt með tundurskeytum tveim skipum frá Harri- son-línunni og skotið úr fallbyssum á seglskip. Þetta var fyrsta ferð hans sem yfirmanns á kafbáti í stríði, sem hafði staðið tæplega eitt ár. U-20 leysti U-24 og U-32 af hólmi. Nú voru þeir einhvers staðar við strendur Stóra-Bretlands að brjóta sér leið inn í Norðursjóinn og heim. Aðrir kafbátar háðu sína baráttu upp á líf og dauða við að rjúfa h'fæð Breta-

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.