Nýtt S.O.S. - 01.02.1957, Page 24

Nýtt S.O.S. - 01.02.1957, Page 24
24 Nýtt S. O. S. að á sjónum yrði heimili hans um alllanga iramtíð. Uppi í stjórnturninum var hann að maula' í sig hádegisverð, pylsur og kart- öflusúpú. Að neðan barst daufur ómur af hinu vinsæla lagi, Rósin frá Stambul. Pað var eins konar sambland fjörugrar hallödu og hátóna Wagners, og engir nema Pjóðverjar gátu sameinað þetta tvennt i einu lagi. Lífið var kyrrlátt og sérstaklega unaðs- legti En svo var þáð, að skönnnu fyrir klukk- an tvö eftir klukku Schwiegers, kom hann auga á nokkuð í kíkinum sínum — depil. sem skýrðist hratt, og kom að vestan. Hann taldi fyrst, að þetta væru siglurnar og reykháfarnir á tveim tundurspillum. Hann leit á J^etta aftur og skrifaði í leiðar- bók sína: Bcint tramumlan liirtast tjórir reykháfar og tvær siglur á gufuskipi með slefnu þvert á okkur. (hað stefndi frá SSV og hélt t átt til Galley Head). Skipið virð- ist vera stórt farþegaskip. Fjtirkippur fór um allan kafbátinn, er skipunin hljómaði og stuggaði heldur ó- vænt við áhöfninni: „Tilbúnir að kafa.“ beir, sem voru á stjórnpalli, stungu sér næstum sem einn maður niður stálstigann niður í stjórnklefann. U-20 fór aðeins með g mílna hraða neð- ansjávar, en ofansjávar fór hann aftur á inóti 15 mílur, og mátti Jtað teljast góður hraði. En samt var aðalstarfsvettvangur hans neðansjávar. Hér var honum síður hætta búin. Um leið og þungi stálhlerinn lokaðist aftur og stjórntuminn varð nú einangraður, heyrði Sc.hwieger svör vél- stjórans í talrörinu: „Viðbúnir við köfun. Allt tilbúið til köfunar.“ „Opnið," hreytti Schwieger út úr sér. Undirforingjar á stöðvum undir stjórn- klefanum sneru hjólum til að opna lok- urnar. í sama mund þrýstu dælurnar loft- inu út úr botntönkunum. „Báðar vélar hæga ferð áfram,“ skipaði Sclnvieger. Nú var skipt inn á rafmagns- vélarnar, því að hinar gátu aðeins verið í gangi ofansjávar, Jiar sem kolsýringurinn gat komizt út í loftið. „Geymar lofttómir eru aðf yllast af sjó," tilkynnti vélstjóri næst. U-20 fór skáhallt niður, er sjórinn foss- aði inn í geymana. Þessu voru hinir reynd- ari kafbátsmenn vanir, að hann sigi hægt með braki niður fyrir yfirborðsylgjuna. Schwieger horfði á öldurnar rísa og hníga í gegnum sjónpípuna, og á henni brotnuðu þær. Sjórinn skvettist á glerið i dökkgráum gusum, en varð í næstu and- rá að hvítfyssandi öldufalcli, er hann rétti bátinn við á hér um bil 33 feta dýpi, sjón- pípudýpi. „Stýrið miðskipa. Haldið honum á strik- inu. Fulla ferð áfram." Það mátti merkja aukinn titring, er raf- magnsvélarnar tóku að snúast hraðar. Kaf- báturinn hristist, er hann smaug um sjó- inn. Aftur skrifar hann: 2.5 e. h. kafaði á 11 metra dýpi og fór með fullri ferð í stefnu á gufuskipið, i von um. að það breytti stefnu til stjórn- borða við írsku ströndina. Schwieger hraðaði för sinni til að kom- ast í færi, til að hlevpa af tundurskeyti út um bógrörið. „Upp. . . . Upp. . . . Stopp. . . . Nið- ur. . . . Upp. . . . Stopp. . . . Niður. . . . Stopp. . . . Niður. . . . Áfram svona. . . .“ Látlaust og einræmislega bárust skipan- irnar frá honum, eftir því sem hann rétti

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.