Nýtt S.O.S. - 01.02.1957, Qupperneq 29

Nýtt S.O.S. - 01.02.1957, Qupperneq 29
Nýtt S. O. S. 29 því að eiga fyrir höndum ferð á liinu stóra, liraðskreiða skipi, Lusitaiu — í London eftir viku. * í neðri borginni, við upphaf 111. götu í miðju kjötpökkunarhverfinu meðfram hinni steyptu byggingu nr. 54, voru 702 menn og konur, áhöfn Lusitaniu, í önnum við að búa skipið til ferðar, að það gæti að viku liðinni snúið stefni sínu upp Mersey- fljót. Archbald Bryce, yfirvélstjórinn með yf- irskegg, sem minnti á rostungskampa, fór eftirlitsferð djúpt niðri, þar sem allt var þrungið smurolíudaun og málmurinn var gljáfægður. Hann skrifaði í dagbókina — enn á ný, — að sex af 25 eimkötlum skips- ins væru kaldir og yrðu það áfram. Kynd- arar voru varla nægilega margir til að kynda eldana í hinum tg risavöxnu kötl- um, sem hafðir voru heitir. Að þessu sinni mundi óhjákvæmilegt, að ferðin tæki all- iniklu lengri tíma en metið, fjórir og hálf- ur dagur, árið 1909. Úr kolaferjunum við skipshliðina var mokað 1000 lestum minna af kolum en rúmaðist í 7000 lesta kolaboxum skipsins, en þess mætti geta, að þetta kolamagn var allmiklu meira en þungi meðalstórs kaup- fars. Þegar allt kom til alls, þá þýddi þetta allmiklu minni hraða en venjulega, eða um það bil 21 hnút. En samt yoru allir sammála Turner, skipherra, að Lusitania hefði, þrátt fyrir þetta, sex mílna firaða fram yfir lnaðskreiðasta kafbát. Að kvöldi hins 30. apríl 1915 virtist jretta vera yfirburðahraði. Sparnaðurinn var nauðsyn. Alfred A. Booth, stjórnarformaður Éunard-línunn- ar, skýrði frá því, að ferðalög á stríðstím- um væru lítil. Þriðja farrými var setið að einum þriðja hluta, en það þýddi rekst- urshalla fyrir félagið, ef ferðin yrði farin með fullum hraða og fullri áhöfn. Lusitania var næstum tilbúin til brott- ferðar. í stóra salnum á fyrsta farrými, sem var í stíl síð-georganska tímans, \'ar allt orðið fægt og fágað. Mahogny-jriljurnar og húsgögnin höfðu fengið eina yfirferð með gljáa. Þungu flauels-gluggatjöldin voru nýhreinsuð. Af pöllum í hringlaga borðsal fyrsta farrýmis, en hann var í stíl Lúðvíks 16. brostu níu málaðar |)okkagyðjur niður til farþe.ganna. Þær virtust engu síður en gestir, sem gengu um skipið, ánægðar með hinn íburðarmikla matsal. Sá litli hávaði, sem barst frá skipsmönn- um, þar sem Jreir voru að störfum á milli- þilförum skipsins, var allt annars eðlis en sá glymjandi, sem kom frá hafnarverka- mönnunum, er hlóðu lestar skipsins. Fjölbreytilegur varningur var fluttur um borð í Lusitaniu, og að þessu leyti var skipið hreint ekki frábrugðið venjulegu vöruflutningaskipi. Á farmskránum stóð m. a. þetta: 200 þús. pund pjáturþynnur, 1117Ö2 pund kopar, fjölmargar tegundir véla og margvíslegur vélbúnaður frá Bost- on, 217157 pund af osti, 342165 pund nautakjöt, 43614 pund svínafeiti, 185040 pund svínaflesk, 205 tunnur af Éonnect- icut-ostum, 205 tunnur smurningsolía, 655 pakkar sætabrauð, allmörg búnt af leðri, 5 kassar bifreiðar og bifreiðahlutar og 17 pakkar af tannlækningaefni. Auk þess var sægur af öðrum vörum, þar á meðal kjúkl- ingar til matar á leiðinni yfir hafið. Meg- ininð af þessum vörum, svo sem vélarnar, koparþynnurnar, leðrið og ostrurnar hafði komið frá Nýja Englandi. Þá var einnig lyft um borð annarri vörutegund, sem einhverjir — til dæmis Þjóðverjar — hefðu lýst bannvöru. Þetta voru 4200 kassar af riffilkúlum og eitt-

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.