Nýtt S.O.S. - 01.02.1957, Qupperneq 30

Nýtt S.O.S. - 01.02.1957, Qupperneq 30
■\o Nýtt S. O. S.------- hvað yfir 100 kassar af tómum skothylkj- um og ófylltum hvellhettum. Þetta var skráð hjá hafnarstjóranum í New York höfn, Duclley Malone, svo sem allur ann- ar varningur. Farmur Lusitaniu vár samtals metinn á 75 þúsund dali, en það var tiltölulega lág upphæð. Sögur voru á kreiki um það, að 6 milljónir dala í gullstöngum væru læst- ar inni í traustum skáp neðarlega í skip- inu. En þetta sést ekki á farmskrám. Enn var flutningurinn að koma, er líða tók á kvöldið, og hásetar voru enn að mála yfirbyggingu skipsins, sent þegar gljáði fagurlega. A öðrum stað í New York var lagleg, belgisk kona að efla málsuað Bandamanna. Marie de Page var að l'lytja ávarp á fundi Hinnar sérstöku hjálparnefndar á heimili frú Charles B. Alexander, í húsinu nr. 4 \ ið 58. götu. Frú de Page var gift dr. Ant- oine de Page í Brússel og var nú að Ijúka við ferð nm gjörvöll Bandaríkin á vegum belgísku líknar- og sjúkrastofnunar- innar í La Palme. Sjúkrahúsið var þekkt nndir nafninu ,,Drottningarspítalinn,“ og eiginmaður hennar var stjórnandi hans, en þar var þá þegar orðið fullt af særðum hermönnum. Loforð um framlög námu nú þegar röskum 100 þúsund dölum í reiðufé og að auki 50 þús. dölurn í margs konar vör- um. Mme. de Page taldi viðtökur þær, er hún fékk í Pittsburgh fyrir fáeinum dög- um, stórglæsilegar, ekki síður en í Was- hington og mörgum öðrum borgum Banda ríkjanna síðustu tvo rnánuði. Er maígolan barst frá Central Park inn um opinn kniplingatjaldaða gluggann og hávaðinn frá umferðinni á 5. götu barst inn, flutti Mme. de Page lýsingu á ör- birgðinni í stríðshrjáðri Belgíu. Hún gat trútt um talað, því að einn sona hennar, Lucien, var einmitt á vesturvígstöðvun- um. Kyrrð var í stofunni, er hún að lokum flutti áheyrendum sínum þakkir og tjáði þeim, að hún yrði að hafa hraðann á og fara til gistihússins að láta niður föggur sínar. „Eg ætla heim á morgun með Lusi- t.aniu,“ sagði hún. Hún hafði pantað farið á síðustu stundu. Hún hafði afturkallað farpöntun sína með skipinu Lapland, svo að hún gæti lokið erindum sínum í Banda ríkjunum, en það skip lagði úr höfn dag- inn áður. Um sömu mundir var Alfred Georg Vanderbilt, sem sumir töldu 100 milljón dala virði, að búa sig til kvöldvarðar í Vanderbilt-gistihúsinu við neðra Park Avenue. Skutilsveinn hans, Ronald Den- yer, var rétt nýbúinn að búa um farangur húsbónda síns, sem ætlaði að dvelja þrjár vikur í London. Annars staðar í íbúðinni voru hjúkrun- arkonur að koma Alfred yngra og Georg í rúmið. Það var svo hversdagslegur at- burður, að faðir þeirra væri að koma og fara, að hann var hættur að hafa fyrir því að kveðja og heilsa þeim, ekki fremur en hann væri að fara í hesthúsin í Oakland Farm í Newport. Samt var hann góður og ástríkur faðir. Bræðurnir voru þrír, Alfred, Georg og Billy, og voru þeir hjá fyrri konu hans. Vanderbilt lét þeim í té þau leikföng, sem hugurinn girntist, og vinir hans gátu borið um það, hversu ánægjuulegt honum þótti að leika sér við þá, þá sjaldan hon- um gafst frístund. Að þessu sinni voru það hesthúsin í London, sem kölluðu hann að heiman,

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.