Nýtt S.O.S. - 01.06.1960, Blaðsíða 6

Nýtt S.O.S. - 01.06.1960, Blaðsíða 6
Öll heimsblöðin kepptust um að birta na£n þessa skips hinu feitasta letri á forsíðum sínum. Og myndablöðin létu ekki sitt eftir liggja. Hvert af öðru birtu þau myndir af þessu áður gersamlega óþekkta skipi frá Bremen, skipstjóra þess og áhöfn. Nafnið „Flavia“ og atburður sá, sem skeði í sambandi við skipið, hefði getað valdið stjórnmálalegum erfiðleikum, ef hann hefði skeð á ófriðvæn- legum tíma. Það urðu sem sé mjög hörð blaðaskrif um þennan atburð, bæði í Þýzkalandi og Englandi. í sunrum tilfellunr voru þessi skrif al- veg óvenjulega hörð. / dag . . . í dag er nafnið „Flavía“ aðeins tákn mikilla málaferla, þar senr barizt er um geysimiklar fjárfúlgur — um hundruð þúsunda punda —, já, meira að segja milljónir. En þó er kannski barizt einna harðast um prinsípið, kannstki er bar- izt harðara um það en nokkurntíma penningana. Á morgun . . . Á morgun og framvegis verður nafnið „Flavia“ aðeins varðveitt í skjalasöfnum og málsskjölum. Nafn þessa skips mun í franrtíðinni geym- ast vegna óvenjulegs afreks. Þá var 96 manns bjargað úr sjávarháska. En annars mun Flavia ekki vera lengur efni fyrir blaðaheiminn og ekki vekja athygli almennings. Gleymt. Nei, einmitt ekki gleymt, því þessi frásögn S O S er til þess færð í let- ur, að afrek þessa skips frá Bremen og skipslrafnar fyrnist ekki þótt tím- ar líði. Afrek Flavia á að geymast á spjöldum sögunnar ekki síður err annarra skipa, hverra örlög hafa verið skráð, svo sem „Bremen“, „Cap Arcona“, „Munchen“ og öll hin, sem hlotið hafa heiðurssess í sögunni. Margir les- enda okkar muna vafalaust enn blaðafregnirnar um „Flavia" vorið 1959. Hér er skrifað um atburðinn samkvæmt þýzkum og brezkum heimildum. Við skulum þá fyrst lesa um atburðinn frá brezku sjónarmiði. . . . -- □ — 15. júní 1959. Það eru ekki liðnar nema svo sem tvær klukkustundir síðan dagur var á lofti. Það sjást enn stjörnur á himni, hafið er mátulega óslétt. Mörg 6 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.