Nýtt S.O.S. - 01.06.1960, Qupperneq 7

Nýtt S.O.S. - 01.06.1960, Qupperneq 7
skip eru á ferð um Atlantshafið eins og alltaf, þeirra á meðal brezka sæsímaskipið „Ocean Layer.“ í klefa þeim, sem merktur er með tölunni 13 ríkir djúp kyrrð. í káetunni, sem er á hæð við yfirborð sjávar, heyrist bara af og til gjálp öldunnar við skipshliðina. Annars er allt kyrrt og hljótt. Enginn hávaði í vélum og enginn skark- ali vegna starfs við ræstingu skipsins truflar hvíld þeirra, sem nú eru hvílunni fegnir að loknu erfiðu verki. En loftið! Þó vistarveran sé allstór, er loftið þungt og þjakandi. Það er mollulegt og það er eins og það leggi þungan hramm á brjóst sofandi mannanna. Það minnir á óheilnæmt loft vermihúsanna. Svona er loftið slæmt þegar staðvindatímabilið gengur yfir Indland og Burma, svo þjak- andi og mollulegt, að hvítir menn fá vart afborið það. Inni í neðri koju með mislitu forhengi má heyra þungan og óregluleg- an andardrátt og veikar stunur öðru hvoru. Maðurinn í hvílunni kastast til og frá, upp að veggnum og frá honum aftur, byltir sér án afláts, finnur aldrei frið. Þungar stunur og þurr hósti úr hásum barka voru þau hljóð, sem maðurinn gaf frá sér. í ljós kemur handleggur mannsins, loðinn og tattóveraður (flúraður að hætti sjómanna). Það hringlar í litlu látúnshringjunum, er hann dregur forhengið til hliðar. Svo rís maðurinn upp við dogg. Nú er hægt að bera kensl á manninn í bláleitum bjarma næturljóssins. Hann heitir Clifford Lemellour. Hann er háseti á „Ocean Layer“. Blautt hár hans límist við svitastorkið ennið. Munourinn er galop- inn og teygar loftið óreglulega. Hann minnir einna helzt á fisk, sem hefur álpazt á þurrt land. Lemellour er í náttbol einum fata. En svo virðist, sem honum finnist sá klæðnaður jafnvel um of. Hann byltir af sér ábreiðunni, hlammast niður á gólfið og gengur tvö, þrjú skref að þvottaskálinni og opnar vatnskranann. „Æ, ég brenn allur innvortis! Hálsinn er þurr og aumur. Þetta gin — þessi fjandans óþverri . . .!“ tautar hann fyrir munni sér, svo teygar hann kalt vatnið í löngum, stórum sopum og þurrkar sér á handarbak- inu á eftir, reikar aftur til hvílunnar, lætur sig fallast í hana og rymur ánægjulega. Hann fellur strax í værin svefn, því hann er dauðþreyttur. Nýtt S O S 7

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.