Nýtt S.O.S. - 01.06.1960, Qupperneq 8
Að baki er langur og strangur vinnudagur, hvorki meira né minna
en fjórtán klukkustundir. Og á eftir setið að sumbli með vélamann-
inum franska, honum Louis.
Það er ekkert, sem rýfur nú þögnina nema fall vatnsdropanna niður í
þvottaskálina, af því krananum hefur ekki verið lokað til fulls. En svo
fer að heyrast hóstakjöltur úr hvílu hásetans og hóstinn ágerist smám
saman og maðurinn fer að bylta sér órólega í hvílunni.
Lemellour rís upp, máttfarinn og vansæll, hann þurrkar sér um augun
og fer aftur út úr kojunni.
Svefndrukkinn reikar hann aftur í áttina að krananum.
Allt í einu skynjar hann, að loftið er óbærilega heitt. Honum finnst
það ætla bókstaflega að kæfa sig.
Clifford Lemellour gerist hugsi.
„Sennilega hefur einhver lokað fyrir loftrásina,“ hugsar hann. „Hvað
annað gæti valdið því, að loftið er svo ógurlega heitt hérna inni í klef-
anum. Þetta hlýtur að lagast bráðlega."
En hið lága og þægilega suð loftrásarinnar heyrist ekki!
„Hver fjandinn er nú á seyði?“ tautar hásetinn argur, en áhyggju-
laus, því hann grunar ekki enn, hvað raunverulega er að ske.
Hann ætlar að kveikja ljós í klefanum.
En ljósið kviknar ekki. Peran getur þó ekki verið ónýt.
Clifford er hissa.
Fyrst loftrásin. Og nú er ekki einu sinni hægt að bregða upp ljósi.
Það er sannarlega eitthvað bogið við þetta.
Hásetinn skimar í kringum sig og þefar.
og þá finnur hann lykt, — reykjarlykt.
Þessi ungi sjómaður frá Mauritaníu er á samri stundu glaðvakandi.
Hann þrífur samrestinginn sinn annari hendi og opnar því næst
klefadyrnar.
Á móti honum gýs giár reykur, þykkur og kæfandi reykur. Hann
smeygir sér út úr dyrunum. Andrúmsloftið versnar enn.
Eins og ósjálfrátt lokar Clifford hurðinni á eftir sér.
Það er eldur í skipinu!
En hugsun hans er skýr og fumlaus.
— Eg verð að aðvara félaga mína, hugsar hann — og yfirmanninn,
sem er á vakt í brúnni. Vel getur verið, að þeir þarna uppi á þil-
farinu hafi ekki hugmund um, að skipið er brenna. Það er ekki ólík-
8
Nýtt S O S