Nýtt S.O.S. - 01.06.1960, Page 10

Nýtt S.O.S. - 01.06.1960, Page 10
„Eldur! Eldur! Það brennur!" hrópaði hann af öllum lífs og sálar kröftum. Hann reynir að yfirgnæfa hávaðann í snarkandi eldinum, en það ber engan árangur. Ekkert svar. Ekki einu sinni bergmál. Clifford er nú ekki í vafa um það lengur, að hann er einn um borð í þessu brennandi skipi. Sú staðreynd ruglar hann í ríminu sem snöggvast. Hvað hafði eiginlega skeð á þessu skipi? Hvers vegna var hann ekki vakinn, þegar eldsins var vart. Af hverju var ekki reynt að slökkva eldinn, eða minnsta kosti reynt að hefsta útbreiðslu hans? Hafði þetta verið reynt? Og ef svo hafði verið gert, hvernig stóð þá á því, að hann skyldi ekki verða þess var? Hvernig stóð á því, að félagar hans skyldu gleyma honum? Eldurinn ætlar að verða honum óþægilega nærgöngull, og nú er ekki tími til langra hugleiðinga. Hann veit, að mikið eldsneyti er í skipinu og „Ocean Layer“ getur rokið í loft upp, þegar minnst varir. „Bara þolinmóður og þrautgóður!“ hreytti hann út úr sér. „Betra að drukkna með særnd, heldur en að láta kasta sér upp í looft- ið eins og gervihnetti!'1 Clifford er ákveðinn maður og skjótráður, en þó gætinn — og hann fer að huga að björgunartækjunum, því hann treystir ekki sundbelt- inu einu á Atlantshafinu. Hann finnur tvo bjarghringi við aftara klefaþilið. Hann bindur þá saman. Svo lætur hann þá falla fyrir borð. Clifford lítur yfir skip sitt í síðasta sinn í kveðjuskyni. Þá lítur hann í austurátt, og það var að færast dagskíma á austurloftið. Svo stökk hann fyrir borð. Stóri vísirinn á klukkunni í loftskeytaherbergi „Flavia" fór hringinn á þriggja mínútna fresti.*) *) Hverja klukkustund fimmtándu hverja minútu til átjándu og fert- ugustu og fimmtu til fertugustu og áttundu, rikir alger kyrrð, til þess að talta á móti neyðarmerki, ef með þarf. 10 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.