Nýtt S.O.S. - 01.06.1960, Page 12

Nýtt S.O.S. - 01.06.1960, Page 12
Dæmin um hetjudáðir loftskeytamanna eru fleiri en tölu verði á komið. Þeir eru hinir síðustu á verðinum á hinu sökkvandi eða brennandi skipi, til þess að kalla á hjálp. Og oft hafa þeir látið lífið, sent neyðarkall unz yfir lauk.#) En oft tókst svo vel til, að þeir björguðust á síðustu mínútu. Aðrir urðu eftir um borð, fórnuðu lífinu til þess að gera skyldu sína fram í rauðan dauðann. Kuhs loftskeytamaður var vinsæll af áhöfninni og menn tóku sérvisku hans ekki alvarlega, eins og til dæmis um kaffið. Þrátt fyrir það hentu þeir gaman að honum og léku á hann, því kaffið, sem þeir færðu honum á hverri vakt var bara venjulegt kaffi en engin sértegund! Og það var reglulega sterkt kaffi. En þeir sögðu loftskeytamanninum, að þetta væri ekta mokkakaffi, sem þeir brugguðu handa honum einum. „Kærar þakkir! Kemur sér vel, að fá heitan sopa!“ sagði Kuhs og kinkaði kolli til stýrimannsins. „Verði þér að góðu! Er annars nokkuð í fréttum? Er nokkuð að gerast í Ijósvakanum núna?“ „Ekki annað en það, sem blöðin og útvarpið segja frá, góðurinn, og það veizt þú," svaraði Kuhs. „Auðvitað," sagði þriðji stýrimaður og glotti. „Eg hefði bara gaman af vita eitthvað meira um „Sagitta,“ sem var skrifað um í dag í skipsblað- inu. Hefur þú heyrt nokkuð frekar um það skip?“ „Sagitta“ er skuttogari, 720 smálestir, eign útgerðarfélagsins F. Busse í Bremerhaven. Togarinn var smíðaður árið 1957 í Bremerhaven. Þann 5. maí lagði hann upp í 60 daga túr á miðin við Vestur-Grænland. Á sunnudagsnóttina hafði Sagitta rekizt á ísjaka í versta veðri og hafði þá komið leki að skipinu að framan. „Sagitta kom í dag til Godthaab og allt í bezta gengi,“ sagði loftskeyta- maðurinn og brosti. „En nú get ég frætt þig á dálitlu. Flutningaskipið *) Hér má minna á togarann „Johannes Krúss“ og loftskeytamanninn á danska Grœnlandsfarinu „Hans Hedtoft", sem fórst með allri áhöfn. Sjá Nýtt SOS, 9. hefti 1959. 12 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.