Nýtt S.O.S. - 01.06.1960, Side 14

Nýtt S.O.S. - 01.06.1960, Side 14
segja. Alþjóðlegu morsemerkin er ekki hægt að misskilja, þar er hvorki um að ræða stafi eða tölur eða styttingar. Og til þess, að fyrirbyggja allan misskilning, þá var ákveðið að nota aðeins níu til þess að senda neyðarkall: punkt, punkt, punkt, strik, strik, strik, punkt, punkt, punkt, sem þýðir S O S. Og svo hlustar maður áfram. Nú, svo komu talsendistöðvarnar til sögunnar og þá er alþjóðaneyðar- kallið eins og kunnugt er Mayday, Mayday. Það getur heldur ekki verið um neinn misskilning að ræða þar. En getur þú nú ímyndað þér, hvers vegna sökkvandi eða brennandi skip sendir út þetta kall: Maídagur, Maídagurl? Þú hristir höfuðið. Jæja, sjáðu nú til. í kallinu X X X (— . .---. .----.. —) er það skóg- urinn, sem minnt er á, þótt undarlegt kunni að varðast. Þá er kallið nefni- lega Pan, Pan, (skógarguðinn). En það var hann, sem gerði hjarðsvein- inn svo ógurlega óttasleginn, er hann blés í flautuna sína. En fyrir okkur loftskeytamennina er þetta bara aðvörunarmerki, hvort sem við erum að starfi í lofti, á sjó eða á landi.“ Loftskeytamaðurinn fellir talið, lítur á klukkuna og rís á fætur. „Jæja, út með þig nú! Nú þarf ég að hlusta!“ Kuhs snýr sér að móttökutækinu og stemmir það. SOS - SOS - SAVE OUR SOULS - SAVE OUR SOULS . . . „Áfram nú, stýrimaður, vektu þann gamla! Það er skip í sjávarháska!” kallaði loftskeytamaðurinn um leið og hann skrifaði á blað tilkynninguna um sjóslysið. Neyðarkallið kemur frá brezka sæsímaskipinu „Ocean Layer". Brezki loftskeytamaðurinn segir stöðu skipsins 48 gráður 26 mínútur norður og 19 gráður 03 mínútur vestur. Staðurinn er sem næst 700 sjómílur vestur af frönsku eynni Quesant, eða skammt frá Brest við vestanvert Ermarsund. Staðurinn er ekki langt frá þeirri slóð, sem Flavia siglir á leið sinni heim til Þýzkalands. Þetta skeði aðfaranótt 15. júní 1959. 14 Nýtt. S O S

x

Nýtt S.O.S.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.