Nýtt S.O.S. - 01.06.1960, Qupperneq 16
Þegar fyrsti stýrimaður kemur geispar drengurinn, en reynir að
leyna því. Stýrimaðurinn brosir, er hann kemur auga á drenginn. Hon-
um fellur vel við hann og sama er að segja um alla skipshöfnina.
„Jæja, Jack, vika enn og svo getur þú sofið út eins og þig lystir, er
ekki svo?‘‘
„Já, Sir, ég verð líka búinn að venjast lífinu á sjónum í næstu ferð,“
sagði Dick afsakandi.
„Já, þetta er fyrsta ferðin þín. Hefur þér ekki fundizt lífið heldur við-
burðasnautt hérna hjá okkur?“
„Jú, herra, ég er á sama máli. Það gerist ekki mikið.“
„Bara bíða, þá kemur það fljótara en við ætlum. — Jæja, farðu nú með
teið til hans Mr. Callard, sem er við stýrið — og svo beint í kojuna. Eig-
inlega ættir þú alls ekki að vinna þessa næturvinnu. En þú hefur viljað
þetta sjálfur. Svona nú, af stað með þig!“
Nú heyrist bjölluhljómur þrem sínnum.
Hann merkir þrjú glös.
Þrjú glös er klukkan hálftvö.
Stýrimaðurinn gengur um gólf á stjórnpalli. Allt í einu nemur hann
staðar hjá hásetanum við stýrið og hnusar mjög.
„Segðu mér, Collard, hvaða bölvaðan óþverra reykir þú, maður? Ó-
daunninn af því er eins og af óhreinum sokkum og steyttum pipar."
„Eg reyki ekki, Sir. Þér vitið það líka. En fyrst þér hafið orð á því, þá
finnst mér líka, að ég finni einhverja undarlega lykt.“
„Einkennilegt, finnst yður ekki? Mjög skrítið, mjög skrítið!“
„Já, herra stýrimaður. Þetta er mjög undarlegt. Kannski kemur lyktin
upp úr káetu?“
Þessi óþægilega lykt ágerá'ist jafnt og þétt.
Hér var áreiðanlega eitthvað, sem var ekki eins og það átti að vera.
Fyrsti stýrimaður teygir sig fram fyrir skjólborðið á brúnni og þefar.
En þar finnst varla nokkur lykt.
Nokku hröð skref niður stigann miðskips. Þefurinn ágerist á leiðinni
niður. Það er eins og viður sé að brenna.
Og brátt sá fyrsti stýrimaður, að bak við þykkt glerið í vélarreisninni
léku blossandi eldbjarmar!
Hann snéri sér við og hrópaði eins hátt og hann orkaði:
„Það er eldur uppi í skipinu! Eldur! Eldur!“
Svo hljóp hann upp á stjórnpall í nokkrum skrefum.
ifi
Nýtt S O S