Nýtt S.O.S. - 01.06.1960, Blaðsíða 19
. Og sá þriðji.
En nú vandast málið, því þetta er hinn þrekvaxni og mjög svo
herðabreiði Mauriace Donce frá Mauritius. Það er fyrirfram auðsætt,
að maðurinn fer aldrei gegnum þetta þrönga op.
Verkfræðingurinn beygir sig niður að manninum. Það er aðeins höf-
uðið, sem kemst upp um opið, og það er löðrandi í svita, augun eru
starandi og þrungin skelfingu.
„Maurice, heyrðu nú gamli drengur, hér kemst þú ekki út. Vertu nú
rólegur, forðastu allt fát. Þú hefur aðeins eitt tækifæri, og það er að
hlaupa eftir ganginum. Eg held, að þú sleppir gegnum eldinn. Vefðu
öllum teppunum um þig og hlauptu eins og fætur toga. Vona, að þér
gangi þetta vel! Við yfirgefum þig ekki!“
Litlu síðar steypist Maurice í fang þeirra meðvitundarlaus. Hann er
lagður í bátinn og brunasár hans eru hroðaleg. Bátur einn, tveir og þrír
leggja frá.
Ross skipstjóri stendur enn í brúnni hjá dyrunum að loftskeytaklef-
anum.
„Jæja, Cannon, hvað er í fréttum? Hefur þú fengið svar?“
„Já, skipstjóri, þrjú skip hafa móttekið neyðarkallið. Þau eru öll á leið
til okkar með fyllstu ferð. „Flavía" er næst okkur, um tuttugu sjó-
mílur."
„Jæja, komdu þér þá út úr kytrunni þinni! Við verðum að flýta okkur.
Bráðum springur allt draslið í loft upp!“
Ross skipstjóri sagði seinna við réttarhöldin í Falmouth, að allt hefði
farið fram með ró og yfirvegun um borð í Ocean Layer og hann sagði
einnig, að enginn hefði gleymzt um borð!
Var það nú sannleikanum samkvæmt?
Var enginn um borð, þegar síðasti báturinn lagði frá hinu logandi
skipi, Ocean Layer?
— □ —
Nú skal vikið að því, er skeði um borð í Flavia.
Strax eftir móttöku SOS-kallsins vakti þriðji stýrimaður skipstjórann.
Skip í háska! Menn í yfirvofandi lífshættu!
Þá var ekki nema um eitt að gera, bjarga, ef þess var nokkur kostur.
Það varð að hafa það, þó áætlunin stæðist ekki og töfin ylli óþægindum
og kostnaði. Mannlíf í hættu hlaut að ganga fyrir öllu öðru.
iy
Nýtt S O S