Nýtt S.O.S. - 01.06.1960, Page 20
„Þú ert viss um, að þú hafir fengið rétta stöðu skipsins, Kuhs, ég á við,
að truflanir hafi ekki getað orsakað neinn misskilning."
Gerhard Theune skipstjóri kallaði þessi orð til loftskeytamannsins.
Skipstjórinn beygir sig yfir sjókortið með sirkli og stefnuþríhorn í hend-
inni.
„Já, herra Theune, Ocean Layer hefur endurtekið neyðarkallið þrisv-
ar. Þér getið sjálfur heyrt það, gerið þér svo vel!
SOS OCEAN LAYER QTH 48,24 N 19,03 W ON FIRE - ABAN-
DON SHIP - 15 0200*)
„Ahlert!“ sagði Theune og vék sér að fyrsta stýrimanni, „athugið þetta
með okkur. Brezka skipið er svo að segja á sömu slóðum og við. Við
ættum að hafa séð það fyrir löngu----------“
„Eldblossar tvö strik á bakborða!“ hrópaði nú vaktmaðurinn, sem var
á varðbergi.
„Takið stefnu á eldinn!“ skipar Theune hásetanum við stýTÍð. Um
leið stillir hann vélsímann á töluna 3.
Það finnst greinilega að skipið eykur hraðann verulega, vélarnar ganga
nú með hæsta álagi.
Vélstjóri hringir nú í brúna: „Vélarnar ganga nú með ýtrasta álagi.
Hvað er eiginlega um að vera?“
„Við höfum tekið á móti neyðarkalli. Brennandi skip — er skammt
frá okkur. Reynið að láta vélarnar ganga liðugt meðan við erum á leið
til þeirra. Hafið svo allar dælur tilbúnar og slökkvitæki. Hafið þér
skilið þetta?“
„Já, skilið!“
Hið brennandi skip getur varla verið nema tólf sjómílur í burtu, og
þegar Theune skipstjóri beinir sterkum sjónauka í áttina að skipinu,
þekkir hann það strax, þar sem eldhafið lýsir upp umhverfið urn dimma
nóttina.
Það er eitt gínandi eldhaf frá stefni að skut og út úr lúguopunum
teygja sig rauðir blossar.
Theune gengur að símanum til loftskeytaklefans:
*) SOS, Ocean Layer. Staða 48 gráður 26 minútur norður, 19 gráður
03 minútur vestur — skipið brennur — yfirgefum skipið — 13. júni,
klukkan 2.
20
Nýtt S O S