Nýtt S.O.S. - 01.06.1960, Blaðsíða 21

Nýtt S.O.S. - 01.06.1960, Blaðsíða 21
„Kuhs, hafa nokkur önnur skip látið vita, að þau hafi heyrt neyðar- kallið, og er ennþá samband við Ocean Layer?“ „Það heyrist ekkert lengur í Ocean Layer. Ameríska herflutningaskip- ið „Usphur“ og „Pacific Fortune“ eru á leiðinni á slysstaðinn. Eg er í sambandi við þau. Meira hef ég ekki að segja í bili.“ „Ágætt, Kuhs, segið þér hinum, að við sjáum Ocean Layer og verð- um komnir að skipinu eftir hér um bil þrjátíu mínútur . . .“ „Eg held, skipstjóri, að eldurinn sé að ná björgunarbátunum. Eg sé í kíkinum greinilega fjóra bátal“ „Heyrið þér, Kuhs, látið mig vita, ef þér sjáið að áhöfnin er komin í bátana." Fyrsti stýrimaður kveður nú báðar vaktir til starfa á þilfari. Menn eru viðbúnir með ljóskastara og ýmiskonar björgunartæki. Theune skipstjóri hefur hlotið dýrmæta reynslu í björgunarstarfi á stríðstímanum. Hann lætur varpa neti meðfram skipshliðinni og setja út stiga. Teppi voru borin upp á þilfar og höfð þar til reiðu. í eldaklefa var mikið annríki. Vatn sýður í stórum kötlum, könnum- ar bíða þess, að kaffi og tei verið hellt í þær, lútsterku kaffi og tei. Stór föt eru tilbúin með smurðu brauði. Og þjónninn hefur fengið skipun um að hafa nokkrar rommflöskur á takteinum. Annar stýrimaður er í sjúkraklefanum og tekur til sárabindi, spelkur deyfilyf og brunasmyrsl og lætur á borðið. Uppi á efra þilfari eru brunaslöngur allar til taks. Kolsýruslökkvitækjum er komið fyrir á hentugum stöðum. Reykgrím- ur og súrefnisflöskur eru teknar úr umbúðunum. í skyndingu hefur allt verið undirbúið til björgunar skipbrotsmönn- um. Á Flaviu er samtaka skipshöfn og samæfð, dugandi og góð skipshöfn. Nú er tekið að birta af degi, og nú sjást mennirnir í björgunarbát- unum með berum augum. Þótt Flavía stefni að bátunum með fullri ferð, tóku Bretarnir rösklega til áranna. Aginn og framkoman er í bezta lagi. Þar er hvorki fum né fát. Engin hróp eða köll. Þetta hefur farið fram eins og bátaæfing. Nú var Flavía komin í kallfæri við skipbrotsmenn. „Stöðva vélarnar!" >■' Bátarnir fjórir leggjast að stjórnborðssíðu. ■; j Nýtt S O S ái

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað: 6. tölublað (01.06.1960)
https://timarit.is/issue/366824

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

6. tölublað (01.06.1960)

Aðgerðir: