Nýtt S.O.S. - 01.06.1960, Síða 22

Nýtt S.O.S. - 01.06.1960, Síða 22
Og svo koma skipbrotsmenn um borð í Flavía hver af öðrum. Teppin eru höfð til reiðu ef til þarf að taka. Heitt kaffi og te er framreitt og hver og einn fær glas af rommi. Vindlingar eru boðnir hverjum, er hafa vill. Auðvitað eru tegundirnar Navy Cut of Chesterfield, því ekki eru Bretum boðnir þýskir vindlingar, sem þeir þekkja ekki. Engu hefur verið gleymt, og frá því fyrsta ríkir hið bezta samkomu- lag milli Breta og Þjóðverja. Brezku yfirmennirnir fóru stax upp í brú. Fyrsti stýrimaður af Ocean Layer framkvæmir liðskönnun á þilfari. Þegar henni er lokið hrópar hann upp í brúna.: „Sir, okkur vantar tvo menn!“ Hvernig hefur það getað skeð? Theune skipstjóri, sem vissulega hafði viljað gæta þess, að enginn yrði eftir, beinir sjónauka sínum að brennandi flakinu og hrópar svo allt í einu: „Guð minn almáttugur, þarna hangir einn maður á símastrengnum!“ “ □ - Nú víkur frásöginni um stund til sjómannanna tveggja, sem var sakn- að, er könnunin fór fram. Við skulum þá fyrst hverfa um borð í Ocean Layer, og fá skýringu á því, hversvegna þeir gleymdust. Adolf Vasleeskis háseti vaknaði við vondan draum í koju sinni, hóst- andi og þurr í kverkum. Raunar hafði hann heyrt í sírenunni miili svefns og vöku. En hann var dauðþreyttur eftir langt dagsverk og vaknaði ekki til fulls, svaf svo fast áfram. Loftið í klefanum var mollulegt og óeðlilega heitt. Hann skynjaði strax er hann vaknaði, dauðakyrrðina, er ríkti um- hverfis hann. Hann vippaði sér fram úr kopunni. Hann grunaði, að eitthvað hræðilegt væri í aðsigi, og hann vildi fá vissu sína um það, sem væri að gerast, sem fyrst. Hann var í náttfötunum einum klæða. Hann hafði ekki gefið sér tíma til að klæðast. Einhver innri rödd rak hann á fætur. Er hann kom upp blasti við honum eldhafið í allri sinni ógn. Þrátt fyrir það, var hann næstum undarlega rólegur. 22 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.