Nýtt S.O.S. - 01.06.1960, Blaðsíða 23

Nýtt S.O.S. - 01.06.1960, Blaðsíða 23
Hann varð ekki gripinn neinni skelfingu, enda var hann nú orðinn 47 ára gamall og hafði kynnst sínu af hverju á löngum sjómannsferli. Það voru liðin næstum tuttugu ár síðan hann stóð andspænis svip- uðum atburði. Það var þann 5. november 1940, er þýzka beitskipið „Admiral Scheer" skaut á olíuskipið, sem hann var á, unz það stóð í björtu báli. Það var olíuskipið „San Demetrio". Á síðustu stundu tókst honum þá að hlaupa í einn bátanna, og hafði þá fengið mikil brunasár. Sólarhringum saman rak þá á opnum bátunum á Atlandshafinu í mis- jöfnum vetrarveðrum. En þau undur gerðust, að þeir gátu farið aftur um borð í skip sitt, sem hafði ekki sokkið þrátt fyrir milkar skemmdir. Sagan af því, hvernig það tókst að koma San Demetrio aftur í gang og sigla því heim til Englands, er ein hinna ótrúlegustu í allri sögu siglinganna. Gat það hugast, að örlögin ætluðu honum það hlutskipti, að farast svo voveiflega og það á friðartímum? Hann flýtti sér inn í klefa sinn aftur, þreif slökkvitækið og hóf hinn ærið ójafna bardaga við höfuðskepnurnar. Hann hrópaði á félaga sína og ætlaði að kveðja þá til hjálpar, því einhverstaðar hljóta þeir að vera, þótt hann verði þeirra ekki var. Þeir hljóta að heyra til hans og koma innan stundar og hjálpa honum við slökkvistarfið. Eftir eina eða tvær mínútur er slökkvitækið tómt — óvirkt. Vasleeskis skimar allt í kringum sig, enginn hefur komið honum til aðstoðar. Hrópum hans er ekki svarað. Hvar eru allir skipsfélagar hans? Nú fyrst finnst honum ekki til um ástandið, hann finnur til ein- manakenndar og óróleiki. Hann rýnir í reykinn og hrópar, en hann fær ekkert svar. „Jæja, góður guð“, sagði hann við sjálfan sig og spennti greipar, „nú fyrst skelfist ég. Það lítur út fyrir að mitt stundaglas sé runnið út. Verði þá þinn vilji!" Á meðan hann bað sína stuttu bæn magnaðist eldurinn og nálgaðist hann, þar sem hann stóð. Hann beið þá ekki boðanna en hljóp fyrir borð, meira ósjálfrátt en að yfirlögðu ráði. , Nýtt S O S 23

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.