Nýtt S.O.S. - 01.06.1960, Síða 24
Kaldur sjórinn gerði það að verkum, að hann hugsar skýrar en ella.
Adol£ Vasleeskis finnur helkuldann læsast um sig, enda ekki að furða,
svo fáklæddur sem hann er. Úthafið er ekki lengi að lægja í honum
líkamshitann.
Hann finnur helgreipar dauðans læsast eftir handleggjum sínurn og
fótum. Hann er svo illa haldinn, að hann getur með naumindum hald-
ið sér á floti.
„Ef ég verð öllu lengur í sjónum, er ég dauðans matur“, hugsar
hann. „Jæja, af stað með þig Adolf!“ hughreystir hann sjálfan sig. „Nú
velur þú um, hvort þú vilt heldur drukkna eða brenna! En vertu fljót-
ur að ákveða þigl“
Eftir stutta umhugsun velur hann eldinn. Hann hugsar málið sem
svo: í stríðinu var skip sem brann, okkur til björgunar. Eg fer um
borð aftur!
Hásetinn syndir til baka að Ocean Layer. Þó leiðin sé ekki löng er
honum sundið erfitt sökum kulda og vaxandi sjóa.
Brátt er hann kominn að skipshliðinni — en hvernig á hann að komast
upp í skipið, jafn máttfarinn og hann er?
Hann fikrar sig meðfram sleipri skipssíðunni og leitar að einhverju
til að halda sér í. En það eina, sem hann finnur, er kaldur sleipur
sjávargróðurinn, sem hefur myndast niður við sjávarborðið og undir því.
Það kemur skúr úr lofti og hann finnur kalda vatnstaumana renna
niður eftir bakinu; hann hríðskelfur. Hann finnur varla til útlimanna,
þeir virðast vera líflausir, hendurna, fæturnir —
Mótstöðuþróttur hans er að fjara út. Hann hefur eytt síðustu kröft-
unum í þessa vonlausu baráttu.
En — á síðustu stundu nær hann handfesti á einhverju.
Það er sæstrengurinn, sem Ocean Layer leggur í hafið eins og köngu-
ló, sem spinnur sinn silkiþráð. Þennan streng er búið að leggja í út-
hafið hundruð sjómílna vega lengd, og nú tengir hann sjómanninn við
fjarlægt meginland Norður Ameríku.
Það er einkennileg tilfinning, sem grípur Vasleeskis, er hann hangir
við þennan enda sæstrengsins. Við hinn endan eru ef til vill nú á þessari
stundu, menn að vinnu sinni, og ekki munu þeir renna grun í, að við
hinn enda þessa sama strengs hangi maður, sem berst vonlítilli baráttu
fyrir lífi sínu.
24
Nýtt S O S