Nýtt S.O.S. - 01.06.1960, Page 26

Nýtt S.O.S. - 01.06.1960, Page 26
vélstjóri hafði fengið reykeitrun. Þá voru hásetarnir Adolf Vasleeskis og Clifford Lemellour illa haldnir vegna ofþreytu og taugaáfalls. Þeir hlutu sérstaka hjúkrun í þýzka skipinu. Seinna skýrði hafnarlæknirinn í Falmouth svo frá, að umönnun hinna slösuðu manna hefði verið til fyrirmyndar á allan hátt, og mundi vart hafa verið betri á sjúkrahúsi. ---□---------- Enn hverfum við aftur um borð í Flavíu, er tveir síðustu skipverjarnir af Ocean Layer voru komnir þar um borð. Theune skipstjóri horfði á þokubakkana á austurloftinu. Himininn sortnaði fljótt og Theune skipstjóri var alls ekki laus við að vera á- hyggjufullur á svip. „Mér líst ekki sem bezt á útlitið," sagði hann við fyrsta stýrimann. „Þarna er Ocean Layer eins og logandi kyndill og hér erum við með allan þennan fjölda innanborðs. Það yrði óskemmtilegt að lenda nú í ofvirði." Fyrsti stýrimaður svarar engu til þessa. Hann kinkar bara kolli og horfir á skýjaðan himininn þungbúinn á svipinn. Flavía er með brennisteinsfarm innanborðs og allmikið magn af silfri handa þýzkum bönkum. Theune skipstjóri hefur tekið ákvörðun. „Jæja, Ehlert, mér sýnist heppilegast, að við reynum að koma okkur út úr hættusvæðinu í austurátt. Hvað haldið þér um það?“ „Eg held h'ka, að þetta sé rétta leiðin eins og nú er ástatt, skipstjóri. Það væri líklega rétt að senda út aðvörun til skipa um það, að Ocean Lay- er sé brennandi á reki hér á þessum slóðum í dimmviðrinu!" „Gott, hæga ferð áfram! Stefna í austur! Eg fer nú inn til loftskeyta- mannsins og ætla að reyna að ná sambandi við útgerðina,“ mælti Theune og fór. „Alveg rétt,“ samþykkti fyrsti stýrimaður. Theune skipstjóri segir forstjóra útgerðarinnar í löngu símskeyti frá því, sem gerzt hefur, að hann hafi innanborðs alla áhöfn sæsímaskipsins, og þeirra á meðal séu þrír menn illa slasaðir. Ennfremur segir frá því, að nú sé skollin á svarta þoka, og vegna hættu á árekstri á flakið af Oc- ean Layer, stefni hann nú með-hægri ferð til Falmouth. Að lokum óskar skipstjóri svo frekari ákverðana tafarlaust. 2 fi Nýt.t S O S

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.